Auglýsing

kef LAVÍK, Alvia, Floni o.fl.

Fréttir

Í laginu Tokio Soul eftir íslensku rappsveitina Original Melody er að finna eftirfarandi textabrot: 

I think I may have Seasonal Affective Disorder: S.A.D. /
My serotonin levels are falling—and that’s bad /
I installed a few full-spectrum light bulbs in my apartment
And you can call it „darkness rehab“ / 

Í textabrotinu vísar höfundur í geðrænt fyrirbæri sem ætti að vera flestum Íslendingum vel kunnugt, sumsé skammdegisþunglyndi (Seasonal Affective Disorder á ensku). Líkt og fram kemur á Vísindavefnum er fyrirbærið skilgreint sem „árstíðarbundin andleg vanlíðan (Mood Disorder) sem hefst þegar daga tekur að stytta á haustin og lýkur þegar dagar lengjast á vorin.“

Red Bull á Íslandi er ekki einvörðungu meðvitað um vandamálið heldur efnir til sérstakrar tónlistarhátíðar gegn skammdegisþunglyndi, líkt og Einar Stefánsson, skipuleggjandi tónleikanna, orðaði það í viðtali við blaðamann Vísis:  

„Þarna verður í boði sérvalin tónlist gegn D-vítamínskorti og skammdegisþunglyndi … allir þessir listamenn tækla sorgina í tónlist sinni, hver á sinn einstaka hátt, og því fannst okkur nauðsynlegt að fá þá til að spila á tónlistarhátíð á þessum erfiða tíma.“ 

– Einar Stefánsson (skipuleggjandi)

Nánar: https://www.visir.is/g/20191901…

Tónleikarnir fara fram annað kvöld (1. febrúar) á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur (Naustin 1-3, 101 RVK). Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Fram koma: 

Alvia /Auður
Unofficial: CYBER (DJ set)
Elli Grill
Floni 
DJ Karítas (DJ set)
kef LAVÍK)
Ragga Holm
SEINT
Stepmom

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Að lokum má þess geta að tíðni skammdegisþunglyndis hjá Íslendingum er óvenju lág miðað við það sem ætla mætti út frá legu landsins. Líkt og fram kemur í fyrrnefndri grein á Vísindavefnum hafa sumir velt því fyrir sér hvort að þessi lága tíðni helgist af einskonar náttúruvali:

„Tilgáta rannsakenda var sú að þar sem Íslendingar hafa búið einangrað í um 1000 ár við erfiðar aðstæður er hugsanlegt að þeir sem hafa erft tilhneigingu til skammdegisþunglyndis hafi átt erfiðara með að finna sér maka og lifa af við þessar erfiðu aðstæður allan ársins hring. Einnig hefur þetta fólk sennilega átt erfiðara með að sjá um börn sín en aðrir og hátt hlutfall ungbarnadauða (allt að 50%) fyrr á öldum átt sinn þátt í því að skammdegisþunglyndi erfðist síður. Því hefði getað orðið einhvers konar náttúruval þar sem aukið þol við skammdegi hefur valist úr.“

Nánar: https://www.visindavefur.is/sv…

Hvað sem því líður er ljóst að margir Íslendingar upplifa skammdegisþunglyndi ár hvert, þar á meðal tónlistarmaðurinn SEINT sem kemur fram á tónleikunum. SKE spjallaði einmitt við SEINT í síðustu viku (sjá hlekk hér að neðan).

Nánar: https://ske.is/grein/list-pynti…

Hér fyrir neðan eru svo nokkur lög eftir tónlistarfólk sem stígur á stokk annað kvöld.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing