Í gær birti SKE myndband frá Bandaríkjamanninum Bryan Evans sem kom til Íslands í sumar, en á meðan dvöl hans stóð endurskapaði hann nokkur atriði úr frægum kvikmyndum sem teknar voru upp hér á landi (sjá myndband hér fyrir ofan).
Í kjölfarið hafði blaðamaður SKE samband við Bryan Evans og grennslaðist fyrir um söguna á bakvið myndbandið, en sjáanlega hefur talsverður undirbúningur legið þar á bakvið.
„Ég og konan mín sáum Walter Mitty fyrir nokkrum árum síðan og urðum mjög hrifin af myndinni og langaði okkur í kjölfarið að heimsækja Ísland. Svo í vetur sáum við ódýrt flug auglýst á WOW Air og ákváðum að bóka ferð.
Okkur langaði að heimsækja alla sömu staðina sem komu fyrir í myndinni og fundum út hvar, nákvæmlega, þeir eru staðsettir. Síðan áttuðum við okkur á því hversu margar kvikmyndir hafa verið teknar upp á Íslandi og ákváðum við því að skoða þessa tökustaði nánar.
Í hálfgerðu gríni sagði ég kollega mínum frá hugmyndinnni að heimsækja þessa staði og stakk hann upp á því að ég mundi endurskapa nokkrar senur úr kvikmyndunum sjálfum. Mér fannst þetta góð hugmynd, svo að við fundum nokkra tökustaði þar sem auðvelt var að endurskapa þessar senur.
Einnig er ágætt að taka það fram að við fórum á fullt af fleiri tökustöðum án þess að skjóta myndband, t.d. Skíðaskálann sem kom fyrir í Walter Mitty.“
Hér er listi af kvikmyndunum sem koma fram í myndbandinu í réttri röð.
1. Batman Begins (2005) – Fyrir framan Svínafellsjökull
2. Oblivion (2013) – Hrossaborg
3. Interstellar (2014) – Falljökull glacier (ekki sá sami og í myndinni)
4. Prometheus (2012) – Dettifoss
5. The Secret Life of Walter Mitty (2013) – Stykkishólmur
Hér fyrir neðan má svo sjá fleiri myndir frá ferðalagi Evans á Íslandi.