Auglýsing

Kronik snýr aftur í kvöld (16. nóvember)—ÁttanFM

Fréttir

Útvarpsþátturinn Kronik fagnar 25 ára afmæli í ár. Þátturinn hóf göngu sína á öldum ljósvakans árið 1993 og, eins og eflaust margir muna, þá sérhæfði þátturinn sig í rapptónlist (sumir vilja meina  að þátturinn hafi ruttt veginn fyrir íslensku Hip-Hop senunni). 

Í kvöld, föstudaginn 16. nóvember, snýr útvarpsþátturinn Kronik aftur eftir langt sumarfrí—og þá á útvarpsstöðinni Áttan FM (89.1). 

Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Róbert Aron Magnússon og Benedikt Freyr Jónsson sem í hverri viku fá góða gesti í heimsókn: rappara, plötusnúða, tónleikahaldara o.s.frv. Þátturinn fer í loftið sérhvern föstudag á milli 17:00 og 19:00 og hyggjast umsjónarmenn þáttarins spila nýja Hip Hop tónlist í bland við gamalt og gott.

Þess má einnig geta að hver þáttur verður aðgengilegur inn á vefsíðunni www.spilarinn.is sem og heimasíðu Áttunnar (www.attan.is). Aðdáendur geta einnig nálgast myndbönd og fleira efni inn á Youtube-síðu Kronik sem og á samfélagsmiðlum. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkur sígild myndbrot frá síðastliðnum árum í Kronik. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing