Rapparinn Emmsjé Gauti sendi frá sér nýtt lag í dag ásamt myndbandi.
Lagið ber titilinn Djammæli og er því leikstýrt af Gauta sjálfum ásamt Þorsteini Magnússyni. Klipping er í höndum Fannars Scheving Edwardssonar.
Í myndbandinu getur að líta ýmis kunnuleg andlit á borð við Hlyn í Skyttunum, Geoff á Prikinu, DJ Sunnu Ben ásamt nokkrum meðlimum Agent Fresco (einnig heilum her af börnum).