Í bilnum
Nýverið fór SKE á rúntinn með tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta en rúnturinn var liður í myndbandsseríunni Í bílnum (sjá hér fyrir ofan) þar sem SKE ræðir við listakonur og menn á ferðinni um götur Reykjavíkur.
Tilefni rúntsins—ef hægt er að tala um slíkt—er væntanlegt tónleikaferðalag Ásgeirs Trausta um Ísland í júlí en Ásgeir hyggst halda 14 tónleika á 16 dögum.
Nánar: https://nutiminn.is/asgeir-trau…
Líkt og fram kemur í viðtalinu hefur Ásgeiri lengi langað að halda í slíkt ferðalag:
„Mig var farið að langa að prófa þetta. Það eru svo margir tónlistarmenn sem hafa gert þetta og við höfum oft hugsað þetta, í gegnum tiðina, að það væri skemmtilegt—en við erum yfirleitt búnir að vera úti (erlendis) og enginn tími til þess að gera neitt svona.“
– Ásgeir Trausti
Hér fyrir neðan er svo myndband við lagið Unbound sem Ásgeir Trausti gaf út í fyrra.