Nýsjálenski listamaðurinn Benjamin Lloyd sendi nýverið frá sér tilkynningu á Facebook þess efnis að hann ætlaði að gefa öllum krökkunum á Auckland Starship barnaspítalanum tímabundin tattú ef hann fengi 50 „like.“ En hann fékk ekki 50 „like.“ Hann fékk yfir 400,000 „like.“
Og verða „like-inn“ stöðugt fleiri.
Eftir þessi jákvæðu viðbrögð ákvað Lloyd að standa við stóru orðin og hefst tattú maraþonið á allra næstu dögum. Þangað til geta áhugasamir fengið hugmynd að því sem ber að vænta með því að skoða myndirnar hér fyrir neðan.
Benjamin Lloyd hefur notast við loftpensil („airbrush“) í list sinni síðastliðin ár, en er nýbyrjaður að nýta sér tæknina við að mála húðflúr.
„Ekkert veitir mér meiri gleði en að efla sjálfsöryggi barna með því að flúra þau með fallegum tattúum,“ ritaði Lloyd á Facebook. „Það eina slæma er að fæst vilja þau fara í sturtu eftir að verkinu lýkur.“
Fallegt framtak.
Hér er hlekkur á Facebook síðu Lloyd: