Fréttir
Í síðustu viku (7. ágúst) leit myndband við lagið Stranger eftir akureyrsku hljómsveitina GRINGLO dagsins ljós (sjá hér að ofan).
Myndbandið var tekið upp á sólríkum degi í lok júní en líkt og fram kemur í umfjöllun Vísis tók hljómsveitin undir sig heila götu á Akureyri við tökur tónlistarmyndbandsins:
„Hugmyndin var einföld: safna saman 60-70 manns, gera litla skrúðgöngu og búa til vinalegt andrúmsloft sem kemur boðskapi lagsins til skila.“
– Ivan Mendez
Nánar: https://www.visir.is/g/20181808…
Lagið Stranger er að finna á stuttskífunni From Source sem GRINGLO gaf út í byrjun júlí. Lagið hljóðritaði Sigfús Jónsson og var hljómblöndun og eftirvinnsla unnin af Hauki Pálmasyni. Myndbandið var tekið upp og framleitt af tvíeykinu Bernódusi Óla Einarssyni og Sölva Karlssyni. Leikstýring var einnig í þeirra höndum.