Auglýsing

LÓA 2017: Blessað sé embætti plötusnúðsins

Án plötusnúðsins væri djammið vonlaust; sérhvert partí væri ekkert nema sundurlaust óhljóð tóna, þar sem lélegur tónlistarsmekkur eins góðglaðs gests myndi óma í skamma stund áður en næsti hálfvitinn tæki við. Plötusnúðurinn kemur reglu á óreiðuna, temprar hvatvíst eðli mannsins og líkt og leikinn taflmaður, hugsar nokkra leiki fram í tímann – og þá með sérstakt tillit til rytma og stemningu. Hinn árlegi viðburður LÓA, sem haldinn verður á Prikinu á laugardaginn (27.05.2017), er í raun óður til þessarar mikilvægu starfsstéttar en þar koma saman margir helstu DJ-ar landsins: B-Ruff, Young Nazareth, Rampage, Egill Spegill, Karítas, Plútó, Logi Pedro. Einnig munu rapparar á borð við Herra Hnetusmjör og Birnir grípa í hljóðnemann.

Á viðburðarsíðu LÓU 2017 stendur:

„LÓA 2017 (er) einn af atburðum ársins. Við slógum öll met á síðasta kvöldi og ætlum að bæta um betur í ár. Við breytum efri hæðinni í dansgólf og verður Funktion aukakerfi frá Ofur á svæðinu til að sinna öllum ykkar þörfum … Hefst dagskráin á neðri hæð og efri klukkan 21:00. Stundvís mæting áskilin … Meira info þegar nær dregur, takið dagsetninguna frá … Frítt inn að vanda. Sjáumst í sveiflu!“

– Prikið

Hvar: Prikinu
Hvenær: Laugardaginn 27.05.2017 (kl. 21:00)
Aðgangur: Ókeypis

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing