Síðastliðinn 29. mars sendi rapparinn Logic frá sér einskonar auglýsingu (stiklu) fyrir plötuna Everybody (sjá hér fyrir ofan). Í myndbandinu heimsækir hópur nemanda listasafn og virðir fyrir sér málverk. Kennarinn útskýrir fyrir börnunum að þetta sé umslagið á plötunni Everybody sem rapparinn Logic gaf út 5. maí 2017. Senan gerist í framtíðinni (300 ár fram í tímann).
Eitt barnanna spyr hvort að það sé rétt, að mannfólkið hafi í raun og veru litið svona út á þessum tíma. Kennarinn samsinnir því:
„Á sínum tíma tilheyrði mannfólkið mismunandi trúar- og þjóðernishópum, einnig var húðlitur þeirra mismunandi – en nú hefur þetta breyst.“
– Anonymous
Rúmum tveimur vikum síðar fygldi Logic þessari auglýsingu eftir með því að gefa út myndband við lagið Black SpiderMan. Í laginu veltir Logic fyrir sér hvað það þýðir að vera afkvæmi tveggja einstaklinga sem tilheyra ólíkum kynþáttum (faðir hans er þeldökkur og móðir hans hvít).
Í myndbandinu getur að líta hressan Rick Ross í gospel kór er Logic talar gegn fordómum í texta lagsins. Titill lagsins vísar í skoðun Logic þess efnis að Donald Glover, einnig þekktur sem Childish Gambino, ætti að leika Spiderman í næstu kvikmynd um ofurhetjuna:
Í dag (5. maí) rataði svo platan Everybody á Spotify en hún telur 13 lög og skartar
röppurum á borð við Killer Mike, Chuck D, Juicy J og Black Thought. Einnig talar
stjarneðlisfræðingurinn Neil DeGrasse Tyson inn á plötuna en Tyson er sennilega best þekktur fyrir að endurgera þáttaröðina Cosmos (sem Carl Sagan gerði fræga á níunda áratugnum) ásamt því að stýra hlaðvarpsþættinum Star Talk.
Hér er á ferðinni fremi pólitísk breiðskífa þar sem mikilvæg þjóðfélagsmál innan Bandaríkjanna eru listamanninum hugleikið. Lagið America hefur vakið sérstaka athygli þar sem Logic er gagnrýnin á pólitík starfsbróður síns, Kanye West, en sá síðarnefndi fundaði opinberlega með Donald Trump fyrir ekki svo löngu:
George Bush don’t care about black people /
2017 and Donald Trump is the sequel /
So shit, I say what Kanye won’t /
Wake the fuck up and give the people what they want /
Man it’s all love, but the youth is confused /
Your music is 20/20 but them political views /
Is blurred, and I ain’t trying to leave your name slurred /
‘Cause honestly I idolize you on everything, my word /
But I gotta say what need be said /
‘Cause I ain’t fuckin’ with the hat with the colors that’s white and red /
Lagalistinn:
- Hallelujah
- Everybody
- Confess f. Killer Mike
- Killing Spree f. Ansel Elgort
- Take It Back
- America f. Black Thought, Chuck D, Big Lenbo and No ID
- Ink Blot f. Juicy J
- Mos Definitely
- Waiting Room
- National Suicide Prevention Hotline – 1-800-273-8255 f. Alessia Cara and Khalid
- Anziety f. Lucy Rose
- Black SpiderMan f. Damian Lemar Hudson
- AfricAryaN f. Neil deGrasse Tyson
Þess má geta að plötuumslagið, sem listamaðurinn Sam Spratt málaði, er í anda málversksins The Wedding at Cana eftir Paolo Veronese (brúðkaupið fræga þar sem Jesús á að hafa breytt vatni í vín). Fyrir mánuði síðan dunduðu notendur Reddit sér við að rýna í myndina og reyna að bera kennsl á allt fólkið í málverkinu.
Nánar: https://www.reddit.com/r/Logic…
Everybody er þriðja hljóðversplata Logic. Síðast gaf rapparinn út plötuna The Incredible True Story árið 2015. Þar á undan gaf hann út plötuna Under Pressure árið 2014.