Auglýsing

Logic gefur út plötuna „Everybody“: gagnrýnir Kanye West

Síðastliðinn 29. mars sendi rapparinn Logic frá sér einskonar auglýsingu (stiklu) fyrir plötuna Everybody (sjá hér fyrir ofan). Í myndbandinu heimsækir hópur nemanda listasafn og virðir fyrir sér málverk. Kennarinn útskýrir fyrir börnunum að þetta sé umslagið á plötunni Everybody sem rapparinn Logic gaf út 5. maí 2017. Senan gerist í framtíðinni (300 ár fram í tímann).

Eitt barnanna spyr hvort að það sé rétt, að mannfólkið hafi í raun og veru litið svona út á þessum tíma. Kennarinn samsinnir því:

„Á sínum tíma tilheyrði mannfólkið mismunandi trúar- og þjóðernishópum, einnig var húðlitur þeirra mismunandi – en nú hefur þetta breyst.“

– Anonymous

Rúmum tveimur vikum síðar fygldi Logic þessari auglýsingu eftir með því að gefa út myndband við lagið Black SpiderMan. Í laginu veltir Logic fyrir sér hvað það þýðir að vera afkvæmi tveggja einstaklinga sem tilheyra ólíkum kynþáttum (faðir hans er þeldökkur og móðir hans hvít). 

Í myndbandinu getur að líta hressan Rick Ross í gospel kór er Logic talar gegn fordómum í texta lagsins. Titill lagsins vísar í skoðun Logic þess efnis að Donald Glover, einnig þekktur sem Childish Gambino, ætti að leika Spiderman í næstu kvikmynd um ofurhetjuna: 

Í dag (5. maí) rataði svo platan Everybody á Spotify en hún telur 13 lög og skartar
röppurum á borð við Killer Mike, Chuck D, Juicy J og Black Thought. Einnig talar
stjarneðlisfræðingurinn Neil DeGrasse Tyson inn á plötuna en Tyson er sennilega best þekktur fyrir að endurgera þáttaröðina Cosmos (sem Carl Sagan gerði fræga á níunda áratugnum) ásamt því að stýra hlaðvarpsþættinum Star Talk. 

Hér er á ferðinni fremi pólitísk breiðskífa þar sem mikilvæg þjóðfélagsmál innan Bandaríkjanna eru listamanninum hugleikið. Lagið America hefur vakið sérstaka athygli þar sem Logic er gagnrýnin á pólitík starfsbróður síns, Kanye West, en sá síðarnefndi fundaði opinberlega með Donald Trump fyrir ekki svo löngu:

George Bush don’t care about black people /
2017 and Donald Trump is the sequel /
So shit, I say what Kanye won’t /
Wake the fuck up and give the people what they want /
Man it’s all love, but the youth is confused /
Your music is 20/20 but them political views /
Is blurred, and I ain’t trying to leave your name slurred /
‘Cause honestly I idolize you on everything, my word /
But I gotta say what need be said /
‘Cause I ain’t fuckin’ with the hat with the colors that’s white and red /

Lagalistinn: 

  1. Hallelujah
  2. Everybody
  3. Confess f. Killer Mike
  4. Killing Spree f. Ansel Elgort
  5. Take It Back
  6. America f. Black Thought, Chuck D, Big Lenbo and No ID
  7. Ink Blot f. Juicy J
  8. Mos Definitely
  9. Waiting Room
  10. National Suicide Prevention Hotline – 1-800-273-8255 f. Alessia Cara and Khalid
  11. Anziety f. Lucy Rose
  12. Black SpiderMan f. Damian Lemar Hudson
  13. AfricAryaN f. Neil deGrasse Tyson

Þess má geta að plötuumslagið, sem listamaðurinn Sam Spratt málaði, er í anda málversksins The Wedding at Cana eftir Paolo Veronese (brúðkaupið fræga þar sem Jesús á að hafa breytt vatni í vín). Fyrir mánuði síðan dunduðu notendur Reddit sér við að rýna í myndina og reyna að bera kennsl á allt fólkið í málverkinu. 

Nánar: https://www.reddit.com/r/Logic…

Everybody er þriðja hljóðversplata Logic. Síðast gaf rapparinn út plötuna The Incredible True Story árið 2015. Þar á undan gaf hann út plötuna Under Pressure árið 2014. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing