Auglýsing

Lögreglan í Flórída skýtur liggjandi mann

Þroskaþjálfarinn Charles Kinsey var skotinn af lögrelglumanni í Flórída í gær er hann lá á götunni með hendurnar upp í loftið.

Aðdragandinn var sá að lögreglan í Miami hafði fengið tilkynningu þess efnis að þeldökkur maður vopnaður skammbyssu væri að hóta sjálfsmorði á götum borgarinnar.

Reyndist þetta vera misskilningur.

Í raun hafði Charles Kinsey verið að elta uppi 27 ára gamlan einhverfan mann sem hafði strokið frá stuðningsheimili í nágrenninu fyrr um kvöldið. Charles Kinsey var að reyna sannfæra manninn um að snúa til baka.

Eftir að lögreglan hafði upp á tvíeykinu bað hún þá um að liggjast á jörðina og vera kjurrir, reyndi Kinsey þá að útskýra fyrir lögreglumönnunum hver hann væri og hvað hann væri að gera. Einnig gerði hann sitt besta til þess að halda einhverfa manninum rólegum.

Því næst hleypti lögreglumaður af þremur skotum. Eitt skot endaði í fæti Kinsey.

Fyrrgreind byssa úr tilkynningu til lögreglunnar reyndist vera leikfangabíll sem einhverfi maðurinn var með í fórum sér.

Ekkert lát virðist vera á taugaspennunni og dramatíkinni milli bandarísku lögreglunnar og þeldökkum þegnum landsins.

Hvar endar þetta?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing