Laugardaginn 20. ágúst mætast þeir Conor McGregor og Nate Diaz aftur í búrinu á bardagakvöldinu UFC 202. Í gær fór blaðamannafundur fyrir bardagann fram í Las Vegas og var McGregor berorður í garð Nate Diaz að vanda:
„Ég er að undirbúa mig fyrir bardaga gegn hávöxnum, renglulegum, ljótum, örvhentum Mexíkóbúa.“
– Conor McGregor
Síðasti bardagi kappanna fór fram á UFC 196 þann 5. mars 2016 og eins og frægt er orðið þá sigraði Nate Diaz þann bardaga. Svo virðist sem síðasti ósigur McGregor hafi haft lítil áhrif á viðmót hans gagnvart andstæðingum sínum en hann hefur ávallt verið þekktur fyrir það sem kallast „trash talk“ vestanhafs.
Myndbrot frá blaðamannafundindum má sjá hér fyrir neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=aly6tIP_uuU
https://www.youtube.com/watch?v=4348LyxOidQ