Fréttir
Rapparinn Don Meeno er fæddur árið 1994 og er búsettur í borginni Toronto í Kanada. Meeno rataði á sjónarsviðið árið 2012 með útgáfu mixteipsins Rookie Year, sem plötusnúðurinn DJ Holiday stýrði, en platan skartar nafntoguðum röppurum á borð við French Montana, Tory Lanez, Tizzy og fleirum.
Síðan þá hefur Meeno aðallega gefið út stök lög („singles“) á SoundCloud og myndbönd á Youtube en nýjasta lag rapparans ber titilinn Iceland (sjá hér að ofan). Lagið fjallar þó ekki um Ísland í eiginlegri merkingu – Meeno er ekki að lofsyngja lundann – öllu heldur er Ísland hér myndhvörf fyrir skartgripi og sýndarmennsku.
Gettin’ money is the right plan /
…
I don’t need your advice, man /
My ni%$a Freeze on Vice, man /
Wrist freeze on Iceland /
Wrist freeze on Iceland /
Don Meeno er alls ekki fyrsti erlendi rapparinn til þess að vísa í Ísland í textum sínum en rapparinn Future upphaf einnig eigin blikandi skartgripi með því að líkja þeim saman við glitrandi frostið á Íslandi – en þar sem bandaríska slanguryrðið ice merkir skartgripur eða glingur liggur þessi samlíking beinast við.
Hér fyrir neðan eru fleiri dæmi um tilvísanir í Ísland:
1. Future feat. Drake – Used To This
Stack of booty bitches, I got used to this /
There’s Iceland in my wrist, I dont got used to this /
2. JJ Doom – Guv’nor
Ash and molten glass like Eyjafjallajökull /
The volcano out of Iceland /
3. Stormzy – Nigo Duppy
Shut down Malia, shut down Iceland /
Oh, my god, this shit’s not fair /
4. Oddissee – Killing Time
Woke up out in Moscow /
Fell asleep in Reykjavík /
Wrote this verse right on the plane /
Tell your man to send the check /
5. Future – Keep Quiet
Rude girl, you the right sign /
You the right kind, this the right time /
We can kick it off and go to Iceland /
You see they bitin’ like Tyson /
6. Young Lean – Nekobasu
Nekobasu, Iceland, we hangin’ down in the Iceland /
Nekobasu, Iceland, we hangin’ down in the Iceland /