Auglýsing

„Mér líður vel. Gaman að droppa þessu vídjói.“ – Auður

Tónlist

Tónlistarmaðurinn Auður sendi frá sér myndband við lagið Both Eyes on You í gær (sjá hér fyrir ofan). Myndbandið var ekki lengi að fanga athygli tímaritsins Notion (https://notionmagazine.com/prem…), en í grein sem birtist á vefsíðu tímaritsins í gær var laginu lýst sem „gljáandi dæmi af elektrónískum gæðum með vott af R&B,“ eða eitthvað í þá áttina („sleek slice of RnB-tinged electronic goodness“). SKE setti sig í samband við Auði og spurði hann nánar út í lagið, lífið og jólin.

SKE: Sæll, Auðunn (Eða Sæl, Auður, eða Sæll, Auður). Hvað er títt? 

Auður: Mér líður vel. Gaman að droppa þessu vídjói.

SKE: Þú varst að senda frá þér myndband við lagið Both Eyes on You nú á dögunum. Hvað geturðu sagt okkur um myndbandið?

Auður: Það er þrjár mínútur og níu sekúndur. Það er leikstýrt af Helga Jóhanssyni og Herði Sveinssyni. Ég er mjög stoltur af því að hafa fengið þá um borð í þetta verkefni.

SKE: Það er eitthvað um blauta kossa í myndbandinu; er mikilvægt að detta reglulega í sleik, að þínu mati? 

Auður: Já, döh.

SKE: Á árinu hafa margir merkir tónlistarmenn fallið frá: David Bowie, Prince, Leonard Cohen. Hver af þessum mönnum stóð þér næst? 

Auður: Þetta eru allt ótrúlegir listamenn en ég hef hlustað langmest á Bowie af þessum þremur snillingum. Hann hefur klárlega haft mestu áhrif á mig af þríeykinu.

SKE: Hvað geturðu sagt okkur um Al.one, útgáfudagur, fjöldi laga, concept, o.sfr.v?

Auður: Hún kemur út bráðum. Þetta er konseptplata um þetta tímabil í lífi mínu þar sem kærastan mín er erlendis og ég bý einn í nokkra mánuði á Völlunum í Hafnarfirði. Það er opið fyrir túlkun hversu mörg lögin eru. Þetta skýrist seinna.

SKE: Sprettur sköpunin, fyrst og fremst, af þjáningu? 

Auður: Nei.

SKE: Hvað er næst á dagskrá hjá Auði? 

Auður: Ég ætla gefa út plötuna mína Al.one á næsta ári og er mjög spenntur fyrir því. Svo erum við að skipuleggja einhverja tónleika úti og flakk.

SKE: Hvar, og hvernig, eyðirðu jólunum? 

Foreldrar mínir og systir búa öll erlendis en þau verða hérna heima þessi jólin. Ég hlakka til að ná smá quality time með þeim.

SKE: Eitthvað að lokum? 

Njótum.

(SKE þakkar Auði kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að fylgjast með þessum silkimjúka séní.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing