Auglýsing

Messi hættur með landsliði Argentínu

Á vef BBC í nótt kom fram að Lionel Messi, framherji Barcelona, sé hættur í argentínska landsliðinu. Í fréttinni stendur:

Eftir að hafa klúðrað víti í vítaspyrnukeppni gegn Chile í nótt, hefur Lionel Messi ákveðið að hætta með landsliði Argentínu. Þetta er í fjórða skiptið á níu árum sem Argentína tapar úrslitaleik á stórmóti.

„Mér er ekki ætlað að takast þetta. Ég hef ákveðið að hætta í landsliðinu. Ég hef gert mitt besta og það er sárt að vera ekki meistari.“

– Lionel Messi

Sagði hinn 29 ára landsliðsmaður eftir tapið gegn Chile.

Sem leikmaður Barcelona hefur Messi unnið spænsku deildina átta sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum en aðeins einu sinni unnið stórmót með argentínska landsliðinu – Ólympíugull árið 2008.

Argentína tapað 1-0 gegn Þýskalandi í úrslitaleik HM árið 2014 og þar á undan hafði liðið tapað í tvígang í vítaspyrnukeppni gegn Chile á Copa America. Messi var einnig í tapliði Argentínu árið 2007 þegar liðið spilaði gegn Brasilíu í Copa America.

„Ég hef tekið þátt í fjórum úrslitaleikjum. Ég gerði mitt besta. Þetta var það sem ég þráði heitast, en mér hefur ekki tekist það. Ég held að þetta sé búið … ég held að þetta sé góð ákvörðun fyrir alla. Fyrst og fremst fyrir mig en alla aðra líka. Það eru örugglega margir sem þráðu sigur sem eru örugglega ekki sáttir, alveg eins og við erum ekki sáttir með það að hafa komist í úrslit og tapað … þetta er erfið ákvörðun, en ég hef gert upp hug minn. Ég mun ekki spila með landsliðinu lengur og sú ákvörðun breytist ekki.“

– Lionel Messi

Messi skoraði fimm mörk á Copa America mótinu. Eftirminnilegasta markið kom líklegast á móti Bandaríkjunum þegar hann skoraði úr aukaspyrnu. Það mark gerði Messi að markahæsta leikmanni í sögu argentínska landsliðsins.

Markvörður Argentínu og Manchester United, Sergio Romero, sagðist vona að Messi myndi hugsa sér tvisvar um: „Ég held að hann hafi tekið ákvörðina of fljótt, þegar honum var heitt í hamsi, vegna þess að stórkostlegt tækifæri rann úr greipum okkar. Ég get ekki ímyndað mér argentínska landsliðið án Messi.“

Framherji Manchester City, Sergio Aguero, sagði að andrúmsloftið í búningsklefa landsliðsins hafði verið „eins slæmt og það hefur orðið.“ Aguero bætti því síðan við að fleiri leikmenn landsliðsins væru einnig að íhuga að hætta í liðinu.

Eftir að 120 mínútur höfðu verið spilaðar í leik Argentínu og Chile vann Chile 4-2 í vítaspyrnukeppni.

Messi tók fyrsta víti Argentínu en skaut yfir. Fyrir það hafði Sergio Romero, markvörður Argentínu, varið skot Arturo Vidal.

Messi spilaði sinn fyrsta leik fyrir landsliðið árið 2005 og spilaði 113 leiki. Hann hefur skorað 453 mörk í 531 leik fyrir Barcelona. Hann er markahæsti leikmaður í sögu spænsku deildarinnar með 312 mörk. Hann hefur verið kosinn besti leikmaður heims fimm sinnum.

Fréttina má lesa í heild sinni hér:

https://www.bbc.com/sport/football/36637591?ocid=so…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing