John Green er höfundur bókarinnar the Fault in Our Stars (ásamt öðrum vinsælum bókum) og hefur han umsjón með Youtube rásinni Vlogbrothers ásamt bróður sínum Hank. Samkvæmt tölfræðisíðunni vidstatsx.com er Vlogbrothers í 27. sæti yfir vinsælustu Vlog rásir (Myndbandsdagbók) netsins og telur rásin hátt í þrjár milljónir áskrifendur.
Fyrir tveim dögum síðan var Ísland tekið fyrir í stuttu myndbandi á rásinni og eins og fram kemur í myndbandinu þá er John Green mikill aðdáandi Íslands. En það er aðeins eitt sem pirrar hann varðandi landið: „Ísland er staðsett á Íslandi.“
Eina vandamálið við Ísland er það að Ísland er staðsett á Íslandi.
– John Green
Lausn John Green á þessu vandamáli er einfalt: að færa Ísland 3.000 mílur til suðurs, en samkvæmt myndbandinu hyggst hann stofna bandalag til þess að skapa Nýja Ísland:
„Nýja Ísland verður þjóð sem státar sig af þrennu: góðu veðri, Björk og betra fótboltaliði en England.“
(John Green heimsótti Ísland sumarið 2008 og að veðrið hafi ekki verið honum að skapi.)