Áhugavert
Í flestum fylkjum Bandaríkjanna mega afbrotamenn, þ.e.a.s. þeim sem hefur verið gert að sæta fangelsisvist í meira en eitt ár („felons“), ekki eiga skotvopn (í sumum tilfellum gengur bannið þó til baka og öðlast viðkomandi þá réttindi sín á ný).
Nánar: https://www.shestokas.com/gener…
Í gegnum árin hafa nokkrir rapparar brennt sig á þessari löggjöf. Bandaríska rapparanum Nation (Ricardo Burgos) var gert að sæta 15 ára fangelsisvist árið 2016, til dæmis, fyrir að hafa skotvopn í fórum sér á tökustað í Chicago.
Nánar: https://www.justice.gov/usao-n…
Sömu örlög biðu rapparans Lizk („licks“) í apríl á þessu ári en Lizk var dæmdur í þrjátíu ára fangelsisvist fyrir að munda skammbyssu í myndbandi sínu við lagið No Air.
Nánar: https://www.sacbee.com/news/lo…
Veltir maður þessum lögum iðulega fyrir sér þegar myndbönd á borð við Get The Strap rata á netið—frasinn Get the strap er bandarískt slangur sem merkir Sæktu skammbyssuna—en í myndbandinu ota rappararnir 50 Cent, 6ix9ine, Casanova og Uncle Murda skotvopnum af ýmsum gerðum í átt að myndavélinni.
Athygli vekur að einn rapparanna, Casanova, er dæmdur afbrotamaður sem sat inni í átta ár—og þá í því alræmda fangelsi Rikers Island (herbergisfélagi Casanova í Rikers Island var rapparinn A$AP Rocky).
Nánar: https://www.hotnewhiphop.com/a…
Að öllum líkindum má Casanova því ekki bera skotvopn og gæti myndbandið komið honum í klandur—sér í lagi þar sem byssuhvellir ómuðu við tökur myndbandsins og í kjölfarið ýjaði 50 Cent að því að Casanova bæri ábyrgð, þó í ákveðnu gríni (þess má einnig geta að 50 Cent var dæmdur í þriggja til níu ára fangelsi árið 1994 en sat aðeins inni í sex mánuði).
Nánar: https://www.capitalxtra.com/ar…
Casanova má ekki við meiri vandræðum en fyrir rúmri viku síðan gaf rapparinn sig fram við lögregluna í New York en hann er sakaður um að hafa beitt konu grófu ofbeldi inni á veitingastað í Manhattan.
Nánar: https://abc7ny.com/rapper-casa…
Hátt í 10.000 manns hafa látið lífið í Bandaríkjunum af völdum skotvopna það sem af er ári. Þá hafa 236 skotárásir á fjölda fólks í einu („mass shooting“) átt sér stað árið 2018. 21 létu lífið í Bandaríkjunum í gær (27. ágúst) af völdum skotvopna.
Nánar: https://www.gunviolencearchive….