Auglýsing

Munurinn á nauðgun og samþykki

Twitter notandinn Nafisa Ahmed rataði í fjölmiðla í síðustu viku með því að útskýra muninum á milli nauðgunar og samþykkis á einfaldan en auðskiljanlegan hátt.

Nafisa birti tístin í kjölfarið á fréttum að konan sem ásakaði leikarann og leikstjórann Nate Parker um nauðgun hafði framið sjálfsmorð. (Nate Parker var sýknaður af kærunni árið 2001.)

https://variety.com/2016/film/news/nate-parkers-acc…

Útskýring Nafisa er svohljóðandi:

„Ég skil ekki hvers vegna sumir karlmenn skilja ekki eðli nauðgunar. En, ef maður stillir þessu upp á þennan veg, þá ná þeir þessu.“

– Nafisa Ahmed

„Ef þú biður mig um fimm dollara og ég er of drukkinn til þess að segja ,já’ eða ,nei’ þá er það ekki í lagi fyrir þig að fara í budduna mína og taka fimm dollara … bara vegna þess að ég sagði ekki ,já’ eða ,nei’.“

– Nafisa Ahmed

„Ef þú miðar byssu að höfðinu á mér og færð mig til þess að rétta þér fimm dollara þá stalst þú samt sem áður þessum fimm dollurum, jafnvel þó að ég hafi rétt þér peninginn.“

– Nafisa Ahmed

„Þó svo að ég hafi gefið þér fimm dollara í fortíðinni þá þýðir það ekki að ég þurfi að gefa þér fimm dollara í framtíðinni.“

– Nafisa Ahmed

„Þó svo að ég hafi lánað ÞÉR fimm dollara þá veitir það ekki VINI þínum rétt á því að taka fimm dollara úr buddunni minni. ,En þú leyfðir vini mínum, hvers vegna ekki mér?’

– Nafisa Ahmed

„Og að hugsa sér að menn segi ,en þú sast á kjöltu hans og fórst heim til hans.’ Okay, ef ég bið þig um að halda á buddunni minni, þýðir það að ég sé að veita þér leyfi til þess að taka nokkra dollara úr buddunni minni?“

– Nafis Ahmed

„Ef þú stelur fimm dollurum og ég get ekki sannað það fyrir dómi þá þýðir það ekki að þú hafir EKKI stolið fimm dollurum.“

– Nafis Ahmed

„Hvernig er það að sumir karlmenn skilja þetta allt saman en ná samt ekki að skilja muninn á nauðgun og samþykki?

– Nafis Ahmed

Nafisa Ahmed tístir undir nafninu @thatxv

Nánar: https://pages.stylist.co.uk/people/rape-victim-tria…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing