Fréttir
Innan um vangaveltur erlendra slúðurblaðamanna hvort að rapparinn Tyler, The Creator og listamaðurinn Jaden Smith (sonur Will Smith og Jada Pinkett Smith) séu, í raun og veru, par (sjá hér að ofan)—hefur hinn fyrrnefndi sent frá sér nýja plötu.
Platan ber titilinn Music Inspired by Illumination & Dr. Seuss’ The Grinch. Eins og titill plötunnar gefur til kynna eru lögin innblásinn af væntanlegri kvikmynd, sumsé The Grinch, sem byggir á hinni sívinsælu barnabók How the Grinch Stole Christmas! sem rithöfundurinn Theodor „Dr. Seuss“ Geisel gaf út árið 1957.
Tyler, The Creator hljóðritaði tvö lög fyrir ofangreinda kvikmyndina, lögin I Am the Grinch og You’re a Mean One, Mr. Grinch, sem eru þó ekki að finna á plötunni (sjá hér að neðan).
Platan geymir sex lög og koma þau Jerry Paper, Ryan Beatty og Santigold við sögu á plötunni.
Nánar: https://edition.cnn.com/2018/1…
Music Inspired by Illumination & Dr. Seuss’ The Grinch fær fína dóma á vefsíðunni Pitchfork (7.2): „Með Grinch sem leiðsögumann, finnur Tyler innblástur á ólíklegustu stöðum.“