Síðastliðinn 31. desember flaug hinn tuttugu og eins árs gamli Bandaríkjamaður
Aryeh Nirenberg til Íslands með flugfélaginu Delta. Er hann leit út um gluggann, rétt eftir miðnætti, blasti glitrandi dýrð norðurljósanna fyrir honum. Þar sem hann var með heila sætisröð út af fyrir sig, kom hann myndavél sinni fyrir á þrífót og tók upp ofangreint myndand.
Myndbandið rataði inn á Youtube í gær (þegar hafa rúmlega 16,000 manns skoðað það). Einnig deildi Aryeh myndbandinu á vefsíðunni Reddit þar sem það hefur fengið blíðar móttökur.
Nánar: https://www.reddit.com/user/ar…
Í samtali við SKE í morgun hafði Aryeh þetta að segja um ferðina til Íslands:
„Ég dvaldi á Íslandi í viku. Það hefur verið langþráður draumur að heimsækja Ísland og loks gafst mér tækifæri til þess. Þetta var ótrúleg ferð! Það sem stendur upp úr ferð minni til Íslands er Aldeyjarfoss, en þar sem lokakafli vegarins (F25) að fossinum var lokaður þurfti ég að ganga 2 kílómetra til þess að komast leiðar minnar. Fossinn var ótrúlega fallegur!“
– Aryeh Nirenberg
Lesendur geta skoða fleiri myndir frá dvöl Aryeh á Íslandi á Instagram síðunni hans:
https://www.instagram.com/art_…
Aryeh Nirenberg