Íslenska rappsenan er sérdeilis lifandi um þessar mundir. Síðastliðna tvo mánuði hafa tvær hljóðversplötur, tvær EP plötur og nokkur myndbönd litið dagsins ljós. Hér eru lögin sem eru í uppáhaldi þessa dagana:
GKR
– Treysta mér
„GKR
sendi frá sér samnefnda EP plötu fyrir stuttu (sumsé, GKR). Sú
plata geymir lagið Treysta mér, sem hefur verið í stanslausri
spilun frá útgáfu
plötunnar. Þetta er gott lag. Treystu okkur.”
Alexander
Jarl –
Allt undir
„Alexander
Jarl gaf út
EP plötuna Aldrei sáttur í lok október. Platan inniheldur þrjú
lög (þar á meðal lagið Allt undir). Í viðtali við SKE í
byrjun nóvember, ræddi
Jarlinn þema plötunnar nánar: ,Þetta er í eðli sínu
eigingjarnt hugarfar, en þeir sem hafa náð einhverju ,brilliance
level-i’ hafa undantekningalaust fórnað heilum helling fyrir sinn
skerf.’ Orð upp.“
Cheddy Carter – Yao Ming
„Óður til körfuboltans í formi drýgindalegs rapps, Yao Ming er myrkur Banger frá nýja skólanum sem fyrirfinnst á nýjustu EP plötu Cheddy Carter, Yellow Magic. Með orðum rapparanna sjálfra: ‘I’m Scottie Pimpin’ with a Magic Johnson. My Magic Johnson’s big as Action Bronson!’ YAS.”
Kilo – Magnifico
„Kilo er þekktur sem góður rappari og góður Snappari (Snapchat), og er honum gjarnan lýst sem auðmjúkum spaugara. Í laginu Magnifico, hins vegar, er annar gállinn á honum; hann spúir eldi eins og Keflvískur dreki. SKE er sammála eigin mati rapparans á sjálfum sér: ‘White boy of the year!’ Hvíti drengur ársins.”
Úlfur Úlfur – Barn
„Fyrir myndbandið við lagið Barn (sem tekið var upp í sumar) fengu Úlfur Úlfur pólsku fyrirsætuna Monika Jagaciak (sem hefur verið fyrirsæta fyrir Victoria’s Secret) með sér í lið, en hún var þá stödd hér á landi ásamt kvikmyndateymi frá Vice. Í stað þess að skjóta fyrirsjáanlega sexí myndband, ákvað tvíeykið að plata Moniku í skák. Það er meiri fegurð í því.”
Smjörvi, HRNNR – Engar myndir
„Ungdómurinn er ávallt að gera óvænta hluti; er ávallt að sjóða saman módernísk lög í takt við hugsjónir Ezra Pound (“make it new!”) er það stígur skeytingarlausan dans inni í Víði og biður menn, vinsamlegast, að halda sér í tíu metra fjarlægð. Engar myndir, takk.”
Reykjavíkurdætur – Tista
„Reykjavíkurdætur sendu frá sér myndband við lagið Tista í lok sumars. Þetta er lag sem flokkast ekkert endilega sem Nýtt, en gott stöff engu að síður. Reykjavík represent.”
BlazRoca – FÝRUPP
„Erpur vaknar á hverjum degi og segir: ,Góða helgi!’ Hér er hann í góðum gír yfir bít frá Joe Frazier. ,Þrefaldann strax!’ ,Þrefaldann í hvað?’”
Herra Hnetusmjör – 203 STJÓRINN
„Herra Hnetusmjör sendi frá sér myndband við lagið 203 STJÓRINN síðastliðinn 3. nóvember. Gjarnar þegar lagið er rætt kemur orðið BANGER við sögu. Gott bjúga hér á ferð.”
Emmsjé Gauti – Kevin Spacey
„Emmsjé Gauti varð 27 ára þann 17. nóvember síðastliðinn. Í tilefni þess ákvað hann að gefa alþjóð afmælisgjöf, þ.e.a.s 10-laga hljómplötu sem ber titilinn 17. nóvember. Uppáhalds lag SKE á plötunni er án efa Kevin Spacey. Bítið minnir helst á gamla skólann, raulið er líkt og það hafi verið tekið upp á djassöldinni (þriðja áratugnum) og rappið er gott.”
(Hægt er að hlusta á lagið hér: https://emmsje.is/record.html)