Íslenskt
Tvíeykið Úlfur Úlfur kom öllum á óvart í dag með því að gefa óvænt út þrjú ný myndbönd. Um ræðir myndbönd við lögin Mávur, Bróðir og Geimvera (sjá hér fyrir neðan). Leikstjórn var í höndum Magnúsar Leifssonar.
Nánar: https://www.ulfurulfur.is/
Í tilkynningu sem fylgdi útgáfu myndbandanna á Facebook síðu Úlfs Úlfs stendur skorinort og með stórum stöfum:
„ÞRJÚ NÝ MYNDBÖND:
GEIMVERA – MÁVAR – BRÓÐIR. NÝ PLATA, HEFNIÐ OKKAR, KEMUR ÚT Á FÖSTUDAGINN.“– Úlfur Úlfur
Það stefnir allt í það að 2017 verði með viðburðarríkari árum hvað íslenskt rapp varðar; þegar hafa íslenskir rapparar gefið út fjöldann allan af myndböndum og mixteipum. Í lok mars tók SKE saman þau myndbönd sem íslenskir rapparar höfðu gefið út á árinu og voru þau á þeim tíma að minnsta kosti 22 (listinn var alls ekki tæmandi).
Nánar: https://ske.is/grein/arid-2017-…
Hér fyrir neðan má svo sjá myndband af Emmsjé Gauta í útvarpsþættinum Kronik frá því í desember þar sem hann ræðir samkeppnina við Úlf Úlf.