Auglýsing

Nýjasta bók DJ Khaled fær hörmulega dóma

Tónlistarmaðurinn DJ Khaled var gestur Stephen Colbert í The Late Show í fyrrakvöld. Tilefni heimsóknarinnar var bókin The Keys to Success (Lyklarnir að velgengninni) sem DJ Khaled gaf út síðastliðinn 22. nóvember. 

Eins og titilinn gefur til kynna geymir bókin ýmsar reglur sem Khaled hefur tamið sér í gegnum tíðina til þess að ná langt í lífinu, meðal annars:

– Haltu þér fjarri Þeim („Stay away from They“)
– Skemmdu ekki fyrir sjálfum þér („Don’t ever play yourself“)
– Verndaðu fjárfestingarnar þínar („Secure the bag“)
– Virtu reglurnar („Respect the code“)
– Lofsyngdu eigin velgengni („Glorify your success“)
– Ekki neita hitanum („Don’t deny the heat“)
– Eldaðu samtímis í tveim herbergjum („Keep two rooms cooking at the same time“) 
– Sigraðu, sigraðu, sigraðu, sama hvað („Win, win, win no matter what“)

Á svipuðum tíma og Khaled lét dæluna ganga hjá Stephen Colbert, birti blaðamaðurinn Alexander Nazaryan hjá tímaritinu Newsweek gagnrýni á bókina, en sá fer ekki fögrum orðum um bókina (https://europe.newsweek.com/all…):

„Nýjasta bók DJ Khaled heitir Lyklarnir að velgengninni, og má segja að hún sé ekki bók, í hefðbundnum skilningi þessara úreltra menningarlega mannasmíða, öllu heldur er þetta samtíningur efnis frá Snapchat reikningnum hans, sem endrum og eins er safnað saman í skiljanlegar setningar og síðar raðað niður í kafla undir yfirskriftum eins og Vertu þú sjálfur og Lofsyngdu eigin velgengni. Bókin er 212 blaðsíður og geymir hún akkúrat eina áhugaverða setningu, eða, í rauninni, eina áhugaverða klásúlu: Sýndu mér annan palestínskan viðskiptajöfur sem hefur náð langt á sviði Hip-Hops.“

(„DJ Khaled’s new book is called The Keys, and it is less a book, as one might understand those antiquated cultural artifacts, than a director’s cut of his Snapchat feed assembled into occasionally coherent sentences organized into chapters with headings like “Be Yourself” and “Glorify Your Own Success.” The book is 212 pages long, and it contains exactly one interesting sentence. Actually, it’s only a clause: “show me another Palestinian mogul who succeeded in hip-hop.”“)

– Alexander Nazaryan

Svo virðist sem fleiri gagnrýnendur séu sammála Nazaryan, en blaðamaðurinn Joel Golby hjá Vice ritaði langan og jafnframt kaldhæðnislegan ritdóm þann 1. desember síðastliðinn (https://www.vice.com/en_au/read…). Lokaorð greinarinnar voru þessi:

„Við töpum. Fjandinn hirði DJ Khaled og fjandinn hirði þennan rotnaða iðnað.“

(„We lose. Fuck DJ Khaled and fuck this rotten industry.“)

– Joel Golby

Áhugasamir geta verslað sér eintak af bókinni hér: https://www.vice.com/en_au/read…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing