Í gær (25. júní) gaf rapparinn Tyler, the Creator út lagið Gelato (sjá hér að ofan). Um ræðir endurhljóðbandaða útgáfu af laginu No Validation eftir söngvarann Jacquees. Lagið pródúseraði OG Parker („Walk It Talk It,“ „Slippery“) í samstarfi við Xeryus Gittens.
No Validation er að finna á plötunni 4275 sem Jacquees gaf út síðastliðinn 15. júní. 4275 er fyrsta plata Jacquees og skartar gestum á borð við Birdman, Young Thug, Trey Songz, Chris Brown og hljómsveitinni Jagged Edge (sjá hér að neðan). Platan hefur fengið fínar viðtökur; gagnrýnandi Pitch Fork gaf plötunni til dæmis 6.9 í einkunn (á skalanum 1 til 10).
Nánar: https://pitchfork.com/reviews/…
Mælum við með lögunum 23, Studio, No Validation og Special.