Rapparinn Black Pox hefur verið í miklu uppáhaldi hjá SKE allt frá því að hann gaf út myndband við lagið Feluleikur á Youtube í janúar á þessu ári.
Er það því sérstök ánægja að kynna lesendum fyrir nýju lagi frá rapparanum sem rataði inn á Spotify fyrir stuttu (sjá hér fyrir ofan).
Lagið ber titilinn Switched Up (Roll in Peace) en um ræðir einskonar endurhljóðblandaða útgáfu af laginu Roll In Peace eftir bandarísku rapparana Kodack Black og Xxxtentacion – en þó með öðru bíti.
Flæðið er fágað að vanda (ca. 01:27):
Truly motherfucking racks on me /
Taking naps on me /
You don’t really understand the facts, homie /
I’m a do-gooder, you a too-gooder bitch /
To move with us /
Trippin’ everyday we lose something /
Acting like it’s all a ruse /
Motherfucker, do something /
Í samtali við SKE í vikunni sagðist rapparinn vera í hófsamlegu stuði um þessar mundir:
„Ég er bara voðalega ‘low key’ þessa dagana. Ég er að vinna í nýrri tónlist, mikið af skemmtilegum ‘collaborations’ í vændum og síðan stefni ég að því að gefa út mixteip undir lok árs.“
– Black Pox
Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér tónlist Black Pox hvetur SKE alla til að bæta úr því en hér fyrir neðan eru nokkur vel valin lög: