Auglýsing

Nýtt myndband frá Alexander Jarl: Ekki testa

Rúmur mánuður er liðinn frá því að rapparinn Alexander Jarl gaf út mixteipið SMS vol. 1 á Spotify við góðar undirtektir. Platan inniheldur fimm lög og þar á meðal lagið Ekki testa sem Helgi Ársæll pródúseraði. 

Í dag (21. maí) sendi rapparinn svo frá sér myndband við fyrrnefnt lag (sjá hér fyrir ofan) en leikstjórn var í höndum Jóhanns Kristófers og sá Ágúst Elí um klippingu og eftirvinnslu. 

Við útgáfu SMS vol. 1 ræddi Alexander Jarl stuttlega við SKE og útskýrði tilurð plötunnar:

SMS vol. 1 er ekki ólíkt Kókosolíufurstarnir í grunninn. Mig langaði að byrja mixtape seríu sem inniheldur lög sem færu aldrei á útgefna plötu. Það er engin tenging milli laga né eru þau sett upp í sérstakri röð. Bara ,bangers’ trekk í trekk. Öll lögin eru pródúseruð af Helga Ársæl að undanskildu Gangsta Lean sem er pródúsað af Hlandra og co-pródúsað af Helga Ársæli. Stutt í vol. 2.“

– Alexander Jarl

Hér fyrir neðan geta lesendur einnig horft á myndband við lagið Púla púla sem er sömuleiðis að finna á SMS vol. 1. Myndbandið kom út 3. apríl 2017 en rapparinn tók lagið í beinni í útvarpsþættinum Kronik stuttu síðar.

Þess má einnig geta að Alexander Jarl hitar bæði upp fyrir Young Thug og Post Malone í sumar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing