Í dag (17. maí) leit myndband við lagið Lyfti mér upp eftir rapparann Emmsjé Gauta dagsins ljós. Lagið er að finna á plötunni Sautjándi nóvember sem kom út í fyrra og er aðgengileg án endurgjalds á vefsíðunni www.emmsje.is.
Í myndbandinu bregður rapparanum GKR fyrir í Melabúðinni (endar myndbandið jafnframt á kómískri senu sem einnig tengist rapparanum). Einnig getur að líta hinn geðþekka Kela trommara.
Leikstjórn, kvikmyndataka, klipping og litaleiðrétting var í höndum Andra Sigurðar Haraldssonar og var það Fannar Scheving Edwardsson sem aðstoðaði við klippingu.
Lagið pródúseraði Joe Frazier og var myndbandið framleitt í samstarfi við Sticky Plötuútgáfu.