Í dag (26. júlí) gáfu tónlistarmennirnir Birnir, Joey Christ og Floni út myndband við lagið OMG (sjá hér að ofan).
Myndbandinu leikstýrði Joey Christ sjálfur í samstarfi við Vignir Daða og var það tekið upp í Skemmtigarðinum Smáralind, í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum og í Skypark. Marteinn (BNGRBOY) smíðaði taktinn.
Samkvæmt tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins á Facebook mun lagið rata inn á Spotify á miðnætti í kvöld.
Hér fyrir neðan eru nokkur skjáskot úr myndbandinu.




