Í gær (11. júní) birti bandaríski fréttamiðillinn NPR nýjasta þátt Tiny Desk Concert (sjá hér að ofan) en um ræðir tónleikaseríu þar sem tónlistarfólk hvaðanæva úr heiminum flytur eigið efni á óhefðbundnu sviði, sumsé—á pínulítilli skrifstofu. Eins og sjá má er andrúmsloftið yfirleitt afar náið og persónulegt.
Gestur þáttarins í þetta skiptið var breska söngkonan Jorja Smith en hún flutti lögin On My Mind, Teenage Fantasy og Blue Lights. Síðastnefndu tvö lögin eru að finna á plötunni Lost & Found sem söngkonan gaf út síðastliðinn 8. júní.
Fjölmargt hæfileikaríkt tónlistarfólk hefur komið fram á Tiny Desk Concert, þar á meðal Anderson .Paak, T-Pain, Leon Bridges, o.fl.