Auglýsing

Óhugnalegt samtal í bandarískri skotvopnaverslun

Í gær heimsótti Buckley Jeppson, íbúi í Portland fylki í Bandaríkjunum, skotvopnaverslun skammt frá heimili sínu. Ástæða heimsóknarinnar var sú að Buckley Jeppson hugðist spyrjast fyrir um AR-15 riffilinn – sama riffill sem Omar Mateen beitti í mannskæðustu skotáras í sögu Bandaríkjanna á Pulse næturklúbbnum í Orlando. Í búðinni ræddi Buckley við tvo afgreiðslumenn og ritaði síðan samtalið niður og birti á Facebook, en samtalið þykir veita ágætis innsýn í hugarheim hinna svokallaðra „gun nuts“ (þeir sem berjast fyrir ótakmarkaðri byssueign einstaklingsins í Bandaríkjunum). Hér er Facebook færsla Buckley Jeppson:

Í gær heimsótti ég skotvopnaverslun (US Guns, 9063 SW Barbur Blvd.) til þess að spyrjast fyrir um AR-15 riffilinn. Ég fór ekki til þess að vera með leiðindi, aðeins til þess að reyna átta mig á því hvers vegna verslunin skildi selja þesskonar byssur. Í búðinni hitti ég tvo unga menn sem voru skiljanlega taugaóstyrkir en reyndu samt sem áður að svara spurningum mínum.

Fyrsti kapítuli

ÉG: Ég er að reyna að fræðast um AR-15 byssuna og hvers vegna óbreyttur ríkisborgari skildi vilja kaupa svoleiðis byssu. Ég veit að AR stendur ekki fyrir „assault rifle“ eða „automatic rifle“ heldur fyrir „ArmaLite“ – fyrirtækið sem framleiðir riffilinn.

Afgreiðslumaður US Guns: Flestir nota þessa byssu til þess að skjóta dósir og svona.

ÉG: Þú þyrftir að vera ansi óhittinn ef þú ætlar að nota þessa byssu til þess að skjóta dósir. Loftriffillinn sem ég á heima dugar mér ágætlega sem og 30-06 veiðiriffillinn hans pabba. Ég þarf ekki 45 skothylki á mínútu.

Afgreiðslumaður #2: Það er einnig gott að skjóta sléttuúlfa eða múrmeldýr, því þau kvikindi eru ansi snögg.

ÉG: Það er líkt og þið seljið aðeins AR-15 riffilinn, fyrir utan nokkrar skammbyssur.

Afgreiðslumaður: Já, þetta eru vinsælustu byssurnar okkar.

ÉG: En það getur varla verið að menn séu að kaupa þessa riffla til þess eins að veiða sléttúulfa, múrmeldýr eða blikkdósir?

Afgreiðslumaður #2: Nei, það er einnig gott að skjóta villisvín í Texas með rifflinum. Þau eru stórt vandamál í Texas, villisvínin.

ÉG: En það eru nú engin villisvín í Portland. Hvers vegna kaupa íbúar Portland þennan riffil?

Afgreiðslumaður: Eflaust til þess að vernda fjölskyldur sínar og heimili.

ÉG: Frá hverjum?

Afgreiðslumaður: Ég veit það nú ekki, en þetta segja þeir.

ÉG: Hefur einhver sem þú elskar verið skotinn til bana – og ég er ekki að meina þegar þið voruð að veiða kanínur?

Afgreiðslumaður: Nei.

ÉG: Ég hef lent í því. Þú ert ungur, en eftir því sem þú eldist því meiri líkur eru á því að þú missir einhvern sem þú elskar. Hvort sem þú telur að viðkomandi hafi verið drepinn af byssu eða manneskju, þá kemstu að því að viðkomandi er engu að síður dauður. Segðu mér: Ef þið hættið að selja AR riffilinn, hvað gerist þá?

Báðir afgreiðslumenn: Við færum á hausinn.

ÉG: Þannig að þetta snýst um pening?

Afgreiðslumaður: Já.

ÉG: Ég bið ykkur um að hugsa ykkur um og að hætta að selja þessar byssur. Takk fyrir.

Svo gekk ég út, en þetta er ekki búið …

Annar kapítuli

Er ég gekk í átt að bílnum mínum var ég eltur út á bílastæðið af manni sem hafði hlýtt á samtalið inni í búðinni.

Maður: Þeir eru að ljúga að þér. Þeir eru að selja þessar byssur til þess að undirbúa sig þegar „þeir“ koma?

ÉG: Þegar þú segir „þeir“ áttu við „zombies“?

Maður: Já, „zombies“ og allir aðrir sem koma til með að ræna matnum þínum eftir jarðskjálfta eða stela byssunum þínum eða taka fjölskyldumeðlimi þína gíslingu.

ÉG: Er þetta virkilega eitthvað sem þú hefur áhyggjur af?

Maður: Já, hefurðu ekki séð hvernig samfélagið hefur þróast síðastliðin 7 ár?

ÉG: Ertu þá að meina síðan þeldökkur maður varð forseti?

Maður: Ég meina sjáðu bara alla þessa múslima og innflytjendur sem streyma yfir landamærin. Ég á sex AR riffla og helling af skotfærum.

ÉG: En þú getur aðeins skotið einni byssu í einu.

Maður: En ég er samt sem áður mun öruggari en þú.

ÉG: Nei, ég hræðist ekki „zombies“ eða þeldökkt fólk eða Mexíkóa eða múslima – öllu heldur hræðist ég þess að fara á næturklúbb eða á ball eða í kirkju, í bíó eða í skóla.

Maður: Nei, þetta eru nú frekar öryggir staðir myndi ég segja …

Ég keyrði svo á brott stoltur af því að hafa ekki öskrað á neinn. Ég spurði einungis spurninga – í von um að læra eitthvað. Ég gerði það og varð það til þess að ég táraðist aðeins á heimleiðinni.

Ég hugsaði til vinar míns John, sem var giftur og átti börn, en hann var þunglyndur og gat ekki keypt sér bjór í Utah vegna þess að það var sunnudagur og keypti hann sér byssu í staðinn og skaut sjálfan sig í höfuðið.

Ég hugsaði til dóttur minnar, sem ætlaði sér að hreinsa teppin heimafyrir en fékk ekki afgreiðslu vegna þess að hún var ekki nógu gömul til þess að kaupa teppahreinsir – en hún var nógu gömul til þess að versla sér byssu.

Það er eitthvað rangt við þetta allt saman og eina leiðin til þess að laga þetta er að við stöndum upp og gerum eitthvað í máilnu. Ég bið ykkur öll um að heimsækja skotvopnaverlsanirnar í hverfinu ykkar og spyrjast fyrir. Ég vil að þið spyrjið erfiðar spurningar svo að þetta fólk neyðist til þess að viðurkenna hvers vegna þeir selja þessar byssur í raun. Þetta hefur ekkert með stjórnarskránna að gera. Þetta hefur með peninga að gera – peninga sem koma frá vænisjúku fólki og sem Skotvopnasamtök Bandaríkjanna hefur gert enn vænisjúkara. Við eigum öll okkar byssusögur. Segið þeim ykkar sögur og biðjið þá um að hætta að selja þessa riffla. Þeir gera það örugglega ekki, en þið hafið að minnsta kosti fengið þá til þess að hugsa sinn gang.

Hér er svo hlekkur á Facebook síðu Buckley Jeppson (en þar má lesa samtalið á ensku):

https://www.facebook.com/buckleyjeppson?fref=nf

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing