Auglýsing

„Óveðrið ótrúlega viðeigandi.“—MIMRA gefur út nýtt lag: „Vindurinn“

Fréttir

Miðvikudaginn 27. mars síðastliðinn gaf tónlistarkonan MIMRA—sem heitir réttu nafni María Magnúsdóttir—út lagið Vindurinn (sjá hér að neðan).

 

Lagið var upphaflega samið af MIMRU á kassagítar en síðar fékk söngkonan pródúsentinn Stefán Örn Gunnlaugsson, einnig þekktan sem Stebbi Íkorni, til liðs við sig—og þá í því augnamiði að fara með lagið í allt aðra átt: „Stefán skapaði laginu dimman, elektrónískan hljóðheim þar sem bassi og lífrænn taktur („organic beat“) voru í fyrirrúmi,“ segir María. Bjarni Bragi Kjartansson sá um hljóðjöfnun. Ljósmyndin á umslagi lagsins tók Birta Rán Björgvinsdóttir.

Í ljósi viðfangsefnisins má einnig segja að veðrið sem skall á kvöldið sem lagið var hljóðritað hafi verið sérstaklega tilhlýðilegt:

„Kvöldið sem röddin var tekin upp kom hellirigning, þrumur og eldingar sem skuku hljóðverið svo að við neyddumst til að pása upptökur. Okkur fannst óveðrið ótrúlega viðeigandi fyrir titil lagsins; texti lagsins fjallar um innra sálarrót, óveður og það hvernig maður getur fallið um sjálfan sig í röngum ástarsamböndum.“

– María Magnúsdóttir (MIMRA)

Síðast gaf MIMRA út lagið Allt eða ekkert í ágúst í fyrra við góðar undirtektir. Áður sendi hún frá sér stop-motion tónlistarmyndband við lagið Sinking Island, sem er titillag samnefndrar plötu frá 2017.

Áhugasamir geta fylgst nánar með MIMRU með því að smella á neðangreinda hlekki:

Heimasíða: www.mimramusic.com
Facebook: www.facebook.com/mimramusic
Instagram: www.instagram.com/mimramusic
Spotify: https://sptfy.com/mimramusic

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing