Fyrr í vikunni fjallaði fréttaveitan PBS News í Bandaríkjunum um túrismann á Íslandi (sjá myndband hér fyrir ofan).
Í fréttinni kemur fram að Ísland sé einn af vinsælustu ferðamannastöðum heims og að mati fréttamanns má rekja vinsældir Íslands að hluta til Game of Thrones, en serían er tekin upp á Íslandi sem og á öðrum stöðum.
Spurt var Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra, út í aðdráttarafl Íslands:
„Fyrir mér veitir Íslandi manni þann möguleika að njóta einverunnar í mikilfenglegri víðáttu.“
– Ólöf Ýrr Atladóttir
Í kjölfarið veltir fréttamaður því fyrir sér hvort að þetta sé rétt. Vitnar hann í þá staðreynd að erfitt sé að smella af myndum á stöðum á borð við Gullfoss og Geysir að sökum mikils fjölda fólks. Ekki virðast allir ferðamenn vera sáttir við mannfjöldann á Íslandi.
„Í raun og veru eru þetta smá vonbrigði, að sjá þessa mannmergð hér á Þingvöllum.
– Mark Heasman