Auglýsing

Peppræðan

Góðan daginn.

Í dag er laugardagur 9. júlí 2016.

Það er laugardagur.

Þú ert á lífi.

Það er það eina sem skiptir máli.

Gríptu daginn.

Ef þú ert ekki sannfærður um að þú getir gripið daginn, þá er ég með Robin Williams hér til þess að hjálpa þér:

Náðirðu þessu?

Gott.

Setjum nú Bill Withers á fóninn.

Hvers vegna?

Vegna þess að Bill Withers er spámaður.

Og hann spáir því að dagurinn í dag verði dásamlegur.

Hér er nokkuð sem vert er að hafa í huga:

Í dag er nýr dagur.

Gærdagurinn var gærdagurinn.

Skildu mistök gærdagsins eftir í gærdeginum.

En taktu lærdóminn með.

Taktu vonina með.

Taktu brosið með.

Taktu ástina með.

Hlæðu.

Ef þú ert ekki í stuði til þess að hlæja, þá er ég með litla górillu hér til þess að hjálpa þér.

Lífið er stutt.

Dagurinn langur.

Og mundu:

Heimurinn er uppfullur af myrkri og ljósi.

Og andlit mannsins er spegill.

Að brosa er að endurkasta ljósinu og varðveita það.

Að setja upp ólundarsvip: að gleypa ljósið og endurvarpa myrkrinu.

Brostu.

Eigðu góðan dag.

Kveðja,

SKE

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing