Um tvær vikur eru síðan einn stoðmeðlima A Tribe Called Quest lést, Phife Dawg. Í febrúarmánuði síðastliðnum voru 10 ár liðin frá andláti ofurtaksmiðarins, J Dilla. Þessir tveir menn unnu þónokkuð saman á sínum ferlum, bæði á ATCQ plötum en einnig á sólóefni sínu. Nú hefur litið dagsins ljós lag með J Dilla og Phife Dawg sem sá síðarnefndi var að vinna að fyrir andlát sitt. Í myndbandinum bregður fyrir virðingarvottum Phife Dawg, allt kanónur innan rappheimsins, m.a. Redman, Q-Tip, Rakim, De La Soul meðlimir og Mike G úr The Jungle Brothers.
Njótið: