Auglýsing

Pönkið „örugglega frá mömmu komið.“—HRNNR gefur út nýja plötu (viðtal)

Viðtöl

SKE: Umslag plötunnar Velkomin í teitið mitt, sem tónlistarmaðurinn HRNNR gaf út í morgun, er svolítið fráhrindandi (í ljósi titilsins). Á umslaginu stendur ungur maður, stuttklipptur, íklæddur hvítum bol og svörtum buxum, með gullkeðju um hálsinn. Hann stendur við sjóinn og heldur í fjóra strengi sem lafa niður úr fjórum blöðrum, allar mismunandi á litinn. Hann virðist ekki vera neitt sérlega vel upplagður—og svona í ljósi dræmrar mætingar og sjáanlegu óstuði gestgjafans, er ég, sem hlustandi, ekkert sérlega spenntur fyrir þessu svokallaða teiti. En þóþar sem ég er nú sérstaklega aumingjagóður maður, samúðarfullur með eindæmum og á erfitt með að horfa upp á einmanaleika annarra—læt ég slag standa og mæti í partíið (þ.e.a.s. hlusta á plötuna): Ég tek mér stöðu með honum þarna á bakkanum og stari á úthafið. Eftir ca. tuttugu mínútna dvöl skil ég hvert hann er að faraþetta er, að öllum líkindum, myndlíking fyrir lífið: Hingað er maður kominn, á móður jörð, í sínu fínasta pússi, eftir óralangan svefn, og lífið, sem á að heita stutt frí frá tilveruleysinugóður gleðskapur fjarri grængolandi hyldýpinuer bara ekkert sérstakt: ráðaleysi, kvíði, vanmáttur og ástarsorg, og „tilfninningar leka út eins og olía úr vél“ (í orðum HRNNRS). En sem betur fer getur maður huggað sig við góða tóna. Og það er eitthvað … en hvað sem hégómlegum vangaveltum líður, þá heyrði SKE í HRNNRI í morgun og spurði hann nánar út í plötuna, lífið og framtíðina.

Viðtal: RTH 
Viðmælandi: Hrannar Valur Ragnarsson

SKE: Sælir, hvað segirðu gott?

HRNNR: Ég segi bara fínt! Allt ferskt.

SKE: Hver er HRNNR? Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér?

HRNNR: Ég er bara mjög venjulegur táningur í skóla sem elskar list í tónlistarformi.

SKE: Til hamingju með plötuna—hún er mjög skemmtileg. Var þetta langt ferli?

HRNNR: Takk Þetta var ekkert það langt ferli. Ég og Smjörvi byrjuðum að mæta upp í hljóðverið vikulega, frá ca. febrúar til apríl, og þá að fikta við að smíða takta og gera djóklög. Flest af þeim lögum fengu síðar alvöru texta og rötuðu beint inn á private SoundCloud playlist-a sem síðar endaði sem mín plata.

SKE: Lagið Gervitungl er í ákveðnu uppáhaldi. Ég verð að viðurkenna að við fyrstu hlustun var platan á shuffle og þegar Gervitungl byrjaði hélt ég að Spotify hefði óvart hoppað yfir í Rae Sremmurd, eða eitthvað annað bandarískt trapp, sennilega að sökum effect-ana og raddbeitingarinnar. Var einhver sérstakur innblástur á bak við plötuna?

HRNNR: Rae Sremmurd hafa alltaf haft áhrif á mig og Smjörva. Annars var eiginlega mjög lítill innblástur frá öðrum. Það er aðallega fólkið kringum okkur sem veitir okkur innblástur, og hvernig okkur líður á stundinni þegar við byrjum að gera eitthvað. Við byrjum alltaf að gera eitthvað bull sem endar sem banger.

SKE: Platan geymir sjö lög—alveg eins
og Ye, Daytona, og Kids See
Ghosts.
 Er það tilviljun?

HRNNR: Hahah, já mjög mikil tilviljun: Shout out á G.O.O.D Music!

SKE: Lagið Ég held það bara er mjög
gott. Hvaðan kemur þetta fiðlu sampl.
Eða er þetta ekki örugglega fiðla
og sampl?

HRNNR: Við fundum þetta lag, Chamber Pop eftir Don Harper, og urðum ástfagnir af því—sérstaklega fiðlunni.

SKE: Það er e-h pönk andi sem svífur yfir vötnum á plötunni. Hvað ertu að hlusta á fyrir utan rapptónlist?

HRNNR: Ég held að ég fái örugglega þennan pönk anda frá mömmu, frá frænku minni og Odd Future—sennilega er þetta don’t give a fuck vibe mjög mikið frá Odd Future komið: þessi ég-ætla-gera-allt-sjálfur hugsunarháttur. Annars, varðandi það sem ég hlusta á daglega, þá er það Mac Demarco og rapp. Það kemur einnig til að ég binge-a Michael Jackson plötur. Svo hef ég stundum fengið svona Nirvana æði.

SKE: Texti lagsins Bara hér er ansi persónulegur, og geymir, meðal annars, tilvísanir í dóp, kvíða, þunglyndi og annað. Er tónlist þerapía? Og sprettur besta listin upp frá sársauka?

HRRNR: Það mætti eiginlega segja það að tónlist er þerapía. Á þeim tíma sem ég samdi Bara hér var ég svona hálf týndur. Ég var að gefast upp á skólanum og var stressaður yfir hlutum sem ég ætti hreinlega ekki vera stressaður yfir. Eftir að ég byrjaði að mæta oftar upp í hljóðverið fannst mér eins og ég hefði eitthvað fyrir stafni, eitthvað mission.

SKE: Er meira efni frá þér og Smjörva á leiðinni?

HRNNR: Smjörvi er að gefa út plötu á næstunni svo erum ég, Smjörvi og Dadykewl að leggja lokahönd á EP plötu sem kemur vonandi út von bráðar.

SKE: Hvar sérðu sjálfan þig fyrir þér eftir 10 ár? 

HRNNR: Örugglega bara vinna einhvers staðar næs og enn að semja tónlist.

SKE: Ef þú gætir fengið svar við einni spurningu, hvaða spurningu sem er, hver yrði spurningin?

HRNNR: Hvað er allt!?!? Svona fr fr.

SKE: Eitthvað að lokum?

HRNNR: Shout out á SKE fyrir að vera legendary og p.s lagið Skil ekki neitt er eitthvað fucked—en það hægt er að hlusta á unfucked Skil ekki neitt á Spotify undir singles!

(SKE þakkar HRNNR-i kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að hlýða á plötuna Velkomin í teitið mitt á Spotify.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing