Fréttir
Það er vitaskuld ógerlegt, nú til dags, fyrir einn einstakling að hlýða á alla þá tónlist sem kemur út á hverju ári. Og má því segja að flestir þeir listar sem blaðafólk gefur út undir lok árs—undir þeim formerkjum að tiltekinn miðill sé búinn að sigta út það besta á árinu—séu dæmdir til að vera ófullnægjandi; þesskonar listar litast ekki aðeins af aðstæðum og smekk höfunda, heldur einnig af þeirri ofgnótt tónlistar sem er framleidd ár hvert, og erum við því á því, hjá SKE, að best sé að losa sig við fyrrnefndar delúsjónir (ranghugmyndir) frá fyrstu, og viðurkennum við því að neðangreindur listi sé, í besta lagi, tilviljanakenndur. Hér eru á ferðinni brot af þeim lögum sem fylgdu okkur í gegnum viðburðaríkt ár. Gleðilega hátíð.
1. Prince—Nothing Compares 2 U
Upprunalega útgáfa lagsins Nothing Compares 2 U eftir bandaríska tónlistarmanninn Prince kom út í apríl á þessu ári. Lagið stendur óneitanlega upp úr. Sagan segir að texti lagsins hafi fæðst á klukkutíma. Geri aðrir betur.
2. Ella Mai—Boo’d Up
Þó svo að lagið Boo’d Up eftir ensku söngkonuna Ella Mai (Mai samdi þó ekki lagið) hafi komið út árið 2017, fór það ekki á flug fyrr en ári seinna. Í grein sem birtist á SKE.is fyrr á árinu var lagið titlað lag sumarsins. Orð að sönnu.
Nánar: https://ske.is/grein/ella-mai-b…
3. Kanye West feat. Kid Cudi, 070 Shake & John Legend—Ghost Town
Platan Ye eftir taktsmiðinn og rapparann Kanye West var ein af þeim fimm sjö-laga plötum sem West pródúseraði síðastliðið vor (Nas, Teyana Taylor, Kids See Ghosts og Pusha T gáfu einnig út sjö laga plötur). Lagið var þó aðeins í 14. sæti að mati blaðamanns Billboard.com, þar sem öll lögin, sem eru að finna á fyrrnefndum plötum, voru röðuð upp eftir gæðum.
Nánar: https://www.billboard.com/arti…
4. Frank Ocean—Moon River (Cover)
Lagið Moon River samdi bandaríski tónlistarmaðurinn Henry Mancini árið 1960. Textann samdi Johnny Mercer. Lagið sló í gegn í kjölfar útgáfu kvikmyndarinnar Breakfast at Tiffany’s, en í myndinni er það leikkonan Audrey Hepburn sem flytur lagið. Þá vann Moon River Grammy-verðlaunin sama ár fyrir Lag ársins. Á þessu ári gaf Frank Ocean út ábreiðu af laginu sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá SKE allar götur síðan. Frábær útfærsla hér á ferð.
5. Drake—Nice For What
Lagið Nice For What er að finna á fimmtu hljóðversplötu kanadíska rapparans Drake, Scorpion. Taktur lagsins er smíðaður í kringum hljóðbút úr laginu Ex-Factor eftir goðsögnina Lauryn Hill, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Fugees á sínum tíma. Eins og fram kom á SKE.is fyrr á árinu endurheimti Lauryn Hill forræði yfir laginu í Apollo leihúsinu í New York, fyrr á árinu.
Nánar: https://ske.is/grein/lauryn-hil…
6. Teyana Taylor—Never Would Have Made It
Eitt þeirra laga sem stóð upp úr á plötunni KTSE eftir bandarísku söngkonuna Teyana Taylor er Never Would Have Made It. Lagið geymir sampl úr samnefndu lagi (Never Would’ve Made It) eftir gospel söngvarann Marvin Sapp. Frábært lag hér á ferð.
7. Mac Miller—Nothing from Nothing (Cover)
Bandaríski rapparinn Mac Miller lést langt fyrir aldur fram í byrjun september á þessu ári—aðeins 26 ára gamall. Stuttu áður en hann andaðist leit hann við í hljóðver Spotify í New York og hljóðritaði ábreiðu af laginu Nothing from Nothing eftir Billy Preston. Billy Preston hefur löngum verið i uppáhaldi hjá SKE.
8. Rosalía—MALAMENTE
Spænska söngkonan Rosalía kom sterk inn í ár með útgáfu plötunnar El mal querer. Lagið MALAMENTE (þýtt sem Badly á ensku) var fyrsta lagið sem kom út á plötunni og hefur verið í ákveðnu uppáhaldi hjá SKE.
9. Outerspass—Frosty
Lagið Frosty er, líkt og SKE orðaði það í grein í vetur, hollenskt grínrapp eins og það gerist best. Lagið samdi Teemong, sem heitir réttu nafni Timon van den Elskamp, og er hvað þekktastur sem leikstjóri en hefur þó einnig samið sitthvað af lögum—flest þeirra mjög háðsk. Frosty er í senn ádeila á þýska tungu sem og rappmenningu almennt (texti lagsins er sambland af þýsku, hollensku og ensku).
Nánar: https://ske.is/grein/ich-bin-fr…
10. Noname—Self
Platan Room 25 eftir rapparann Self fékk frábæra dóma á vefsíðunni Pitchfork í haust. Platan hefst með laginu Self sem er einstaklega vel heppnað: uppfullt af sál, hjarta og einlægni.
11. Delvon Lamarr Organ Trio—Move on Up (Cover)
Hljómsveitin Delvon Lamarr Organ Trio, einnig þekkt sem DLO3, var stofnuð árið 2015 af þeim Delvon Lamarr, Jimmy James og Doug Octa Port. Í ár gaf þríeykið út plötuna Live at KEXP! á Spotify, þar sem sveitin flytur meðal annars lagið Move on Up eftir söngvarann Curtis Mayfield. Ómótstæðilegt grúv.
12. Samm Henshaw—Broke
Ástin spyr ekki um aldur—en stundum forvitnast hún um fjármálin, þ.e.a.s. ef eitthvað er að marka texta lagsins Broke sem breski tónlistarmaðurinn Samm Henshaw gaf út í ár. Í laginu biðlar tónlistarmaðurinn til fyrrverandi kærustu sinnar—sem sagði honum upp í kjölfar atvinnumissis. Lofar hann að taka sig á: að sofa minna og vinna meira, að gefa sér tima fyrir sambandið, að slá ekki slöku við. Samm Henshaw var ein af uppgötvum ársins, hvað tónlist varðar.
Nánar: https://ske.is/grein/auralaus-o…
13. S4U—Heart
Í júlí gaf breska hljómsveitin S4U (Something For You) út plötuna Heart 2 Say. Hljómsveitin samanstendur af söngkonunni Rosita Bonita og taktsmiðinum Prinz George og er tvíeykið undir miklum áhrifum frá tíunda áratugnum, bæði hvað stíl og hljóm varðar. Platan Heart 2 Say geymir 12 lög og þar á meðal lagið Heart sem var í miklu uppáhaldi hjá SKE á árinu.
14. Lil Wayne—Don’t Cry
Í september gaf bandaríski rapparinn Lil Wayne út plötuna Tha Carter V. Platan á að heita síðasta platan sem Wayne gefur út. Tha Carter V geymir 23 lög og koma fjölmargir gestir við sögu á plötunni, þar á meðal Snoop Dogg, Kendrick Lamar, Swizz Beatz og XXXTentacíon, en hinn síðastnefndi syngur viðlag lagsins Don’t Cry—sem stendur upp úr á plötunni.
15. Tierra Whack—Pretty Ugly
Í júlí birti The New Yorker grein eftir blaðakonuna Doreen St. Felix þar sem tónlist bandaríska rapparans Tierra Whack var til umfjöllunnar.
Nánar: https://www.newyorker.com/cult…
Undir yfirskriftinni Tierra Whack teygir takmörk einna mínútu langra laga („Tierra Whack Stretches the Limits of One-Minute Songs“) fjallar St. Felix um fyrstu plötu Tierra Whack, Whack World. Um ræðir 15 laga hljómplötu þar sem öll lög plötunnar eru einungis ein mínúta á lengd.
Whack World er ein af plötum ársins, ef ekki plata ársins, og þar sem platan er ódeilanleg heild, er nánast ómögulegt er að velja eitt lag af plötunni til að minnast sérstaklega á; þrátt fyrir það er Pretty Ugly í ákveðnu uppáhaldi.
16. GKR feat. Birnir—Úff
Síðastliðinn 12. október fagnaði rapparinn GKR útgáfu stuttskífunnar ÚTRÁS á Prikinu. Meðal þeirra sem koma við sögu á plötunni er rapparinn Birnir—en erindi hans á laginu Úff var vafalaust einn af hápunktum annars góðrar stuttskífu (kemst Birnir á ákveðið flug í kringum 03:37):
Ég stunda sjálfsfróun af krafti /
Og hef alltaf geta haldið kjafti /
Ég er ógeðslega veikur /
Þið eruð varla fokking slappir /
Þið eruð bi%3es með typpi /
Myndu ekki þora að toga í gikkinn /
Sé ekki eftir í sekúndubrot /
Að (æla) hafa myrt þig /
17. Júníus Meyvant—Let It Pass
Líkt og fram kom á Billboard.com í haust ritaði Júníus Meyvant undir plötusamning hjá Glassnote Records í ár. Plötufyrirtækið mun gefa út plötuna Across the Borders í janúar. Fyrsta lagið sem kom út af plötunni er Let It Pass. Lagið kom til Meyvants í draumi.
Nánar: https://www.billboard.com/arti…
18. Sampa the Great—Energy
Sampa Tembo er sambísk tónlistarkona—sem og rappari og ljóðskáld—sem gengur undir listamannsnafninu Sampa the Great. Fædd í Sambíu og uppalin í Botswana, tónlistarkonan býr í Melbourne, Ástralíu í dag. Síðastliðinn 29. nóvember gaf Sampa the Great út myndband við lagið Energy. Takt lagsins smíðuðu þeir Rahki og Silent Jay í samstarfi við Sampa sjálfa. Lagið, sem og myndbandið, fékk frábærar viðtökur meðal aðdáenda.
19. Mitski—Nobody
Lagið Nobody er að finna á plötunni Be the Cowboy sem japansk-ameríska Mitski gaf út á árinu. Lagið var titlað besta nýja lagið á Pitchfork í sumar—og ekki að ástæðulausu: frábært lag hér á ferð.
Nánar: https://pitchfork.com/reviews/…
20. Snail Mail—Pristine
Lagið Pristine er að finna á plötunni Lush sem bandaríska söngkonan Snail Mail (Lindsey Jordan) gaf út í ár. Líkt og lagið Nobody eftir Mitski var Pristine sömuleiðis valið eitt af bestu lögum ársins á Pitchfork.
Nánar: https://pitchfork.com/reviews/…
21. Kamasi Washington—Street Fighter Mas
Lagið Street Fighter Mas samdi Kamasi Washington sem einskonar þemalag fyrir sjálfan sig; hafði hann mikið dálæti af tölvuleikjum sem ungur maður, og þá sérstaklega Street Fighter, og ímyndaði hann sér að hann yrði atvinnumaður í tölvuleikjaspilun sem fullorðinn maður—og atvinnumaður í tölvuleikjaspilun þarf að sjálfsögðu þemalag, er hann gengur inn í hringinn. Frábært lag.
22. Jetta—Losing Control
Lagið Losing Control er að finna á stuttskífunni Tonic sem breska söngkonan Jetta gaf út í ár. Platan vakti ekki endilega mikla athygli meðal Íslendinga, eða, tónlistarunnenda almennt, en fyrrnefnt lag var þó reglulega spilað í ár á skrifstofu SKE.
23. A$AP Rocky feat. Skepta—Tony Tone
Platan TESTING efir bandaríska rapparann A$AP Rocky var vel heppnuð. Þó svo að lagið Praise The Lord (Da Shine) hafi notið mikilla vinsælda meðal rappunnenda í ár, erum við þó á því að Tony Tone sé ekki síðra. Myndbandið við lagið var framúrskarandi og kunnum við einnig að meta tilvísun Rocky í hljómsveitina Bone Thugs-N-Harmony í upphafi fyrsta erindisins.
BÓNUS
Petit Biscuit feat. Bene—Problems
Lagið Problems eftir Petit Biscuit er fínt, í upprunalegum búningi. Lagið Problems eins og Petit Biscuit flutti það í Like A Version, með söngkonunni Bene—er alls ekki fínt: það er guðdómlegt.