Auglýsing

Q&A: Þorsteinn Guðmundsson

Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi hvernig myndi sú frásögn hljóða?

Einnota og ódýr. Eitthvað sem allir geta notið. Varist eftirlíkingar.

Ætlar þú að bjóða þig fram til embættis forseta?

Nei, ég er of hræddur um að verða kosinn.

Ef þú yrðir að velja á milli Megan Fox og vegan osts hvert yrði valið?

Ég veit ekki hver Megan Fox er, en ég er viss um að hún er skemmtilegri en vegan ostur.

Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði kókómjólk út úr nefinu á þér?

Þegar ég var tólf ára og hló að öllu.

Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti?

Ég hugsa um hvað ég er heppinn að vera ekki úti.

Uppáhalds tilvitnun / one-liner“?

„Dying is easy. Comedy is hard.“

Ef Skúli í Subway byði þér kafbát að eigin vali hvaða bátur yrði fyrir valinu?

Veit ekki hvað er á boðstólum hjá honum. Kannski lesbíubát, ef hann er til.

Hvernig fær maður Youtube til þess að taka myndbönd af sér?

Maður sefur hjá Google.

Er alheimurinn bara eilíf barátta andstæðra afla?

Nei, það held ég ekki. Hann er frekar eins og maður sem er að fara að gifta sig.

Hefur lífið tilgang? Og ef svo er, hver er tilgangurinn?

Já, tilgangurinn er 55% góður húmor og 40% kynlíf. Restin er misskilningur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing