Fréttir
(Á komandi misserum mun SKE fjalla stuttlega um ágætar plötur í liðnum „Hvað, hver hvenær …“ Í fyrstu grein liðsins er fyrsta breiðskífa rapparans Joey Purp, QUARTERTHING, tekin fyrir.)
1. Hvað? Platan QUARTERTHING.
2. Hvenær kom platan út? 7. september, 2018.
3. Hver? Joey Purp.
4. Bíddu, hver er það? Joey Purp er bandarískur rappari frá Chicago sem er fæddur árið 1993 og heitir réttu nafni Joey Davis. Joey Purp gaf út mixteipið iiiDrops árið 2016 sem fékk góða dóma.
5. Og hvers vegna ætti ég að hlýða á plötuna? Því platan býr yfir einhverjum ólýsanlegum skriðþunga—og er í senn fjölbreytt, tilraunakennd og lifandi. Svo fær hún líka frábæra dóma á Pitchfork.
https://pitchfork.com/reviews/…
6. Hvar get ég hlustað? Á Spotify.
7. Hverjir koma við sögu? Gza og Rza (Wu-Tang), Ravyn Lenae, Jack Red, Queen Key.
8. Hvað er besta lag plötunnar? Erfitt að segja. Elastic stendur upp úr. Svo mætti einnig nefna Godbody – Pt. 2, Bag Talk og Lebron James.
9. Eru einhver myndbönd við lög plötunnar komin út? Aðeins eitt, við lagið Bag Talk.
10. Eru einhverjar eftirminnilegar rímur á plötunni? Þó svo að Joey Purp sé ekki endilega hnyttnasti rapparinn, þá hittir hann í mark við og við.
Money turn your kin into your enemy /
Streets will turn your mans into your memory /
11. Hverjir smíðuðu takta plötunnar?
Nate Fox, Nico Segal, Peter Wilkins, aðallega.
12. Ef þú yrðir að bera Joey Purp saman við aðra tónlistarmenn, hverjir koma helst upp í hugann?
Smino, Saba, Taylor Bennet, Isaiah Rashad.