Auglýsing

Rapp í Reykjavík hefst á sunnudaginn

Fréttir

Rapp í Reykjavík er heimildarþáttaröð um íslenskt rapp sem hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 24. apríl en það eru þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA sem standa á bakvið verkefnið. Þættirnir eru sex talsins.

Í þáttunum verður leitast við að fanga tíðarandann í tónlistarmenningu Íslendinga og spjallar Dóri DNA meðal annars við Reykjavíkurdætur, Blaz Roca, Úlf Úlf, Shades of Reykjavík, Tiny, Gísla Pálma, Cell7, Bent, Emmsjé Gauta og Kött Grá Pjé.

Í gær var „intró-ið“ að þáttunum birt á Youtube, en þar má heyra upphafsstef Rapp í Reykjavík sem DJ B-Ruff samdi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing