Sýrland Sessions
Í sumar fengu SKE og Stúdíó Sýrland fjórar söngkonur til liðs við sig. Hver söngkona samdi eitt lag sem var síðar hljóðritað í hljóðveri Sýrlands en úr varð svo myndbandsserían Sýrland Sessions þar sem sköpunarferlið var rætt og upptaka hvers lags fest á filmu.
Í þriðja þætti seríunnar flytur söngkonan Raven (Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir) lagið Tak’etta til baka í hljóðveri Sýrlands (sjá hér að ofan). Myndbrotin sem birtast í þættinum eru frá Paradise Sessions sem Sturla Holm Skúlason leikstýrði.
Þá ræðir Raven einnig sköpunarferlið, tónlistina og ýmislegt annað. Líkt og fram kemur í viðtalinu kemur innblásturinn úr öllum áttum:
„Það eru svo margir. Ég held að allt sem að maður hlustar hefur einhvern veginn áhrif á mánn. En kannski á tónlistina mína þá er það kannski Ed Sheeran, Jón Jónsson og sennilega Adele líka. En það eru svo margir. “
– Raven
Hér fyrir neðan er svo lagið Sweet Lovin’ eftir Raven ásamt fyrstu tveim þáttum Sýrland Sessions.