Auglýsing

Robbi Kronik og Gauti gera upp gamla skuld í beinni

Síðastliðið laugardagskvöld (03. desember) var Emmsjé Gauti gestur Benna B-Ruff og Robba Kronik í útvarpsþættinum Kronik á X-inu 977. Gauti flutti lagið Strákarnir í beinni ásamt því að sitja fyrir og svara nokkrum viðeigandi spurningum.  

Í byrjun viðtalsins (sjá myndband hér að ofan), í þann mund sem viðmælendurnir tveir byrjuðu að rifja upp gamlar minningar, lét Robbi Kronik eftirfarandi ummæli falla:  

„Ég var að rifja þetta upp. Ég man að þú varst, held ég, 16 ára, að rífa kjaft, að biðja um bjórmiða á Gauknum. Með spangir!“ 

– Robbi Kronik

Gauti var fljótur að svara fyrir sig og minnti Róbert á gamla skuld: 

„Nei, sko, ef við ætlum að fara þangað, Robbi, þá skuldarðu mér ennþá 40.000 kall. Við skulum hafa það á hreinu.“ 

– Emmsjé Gauti

Gauti bætti því svo við að nafnið Robbi Kronik væri eina nafnið í svörtu bókinni sem hann ætti eftir að strika út. Allt var þetta þó í góðu gríni, þar sem rapphundarnir tveir virtust ásáttir um að heimsókn Gauta í Kronik (fyrir tilstilli Robba og Benna) og sú auglýsing sem heimsókninni fylgdi gerði það að verkum að skuldin væri núlluð út: Við erum í góðu plöggi í staðinn,“  sagði Gauti spakur. 

Útvarpsþátturinn Kronik er í loftinu öll laugardagskvöld á milli 17:00 og 19:00. Í hverjum þætti geta hlustendur hlýtt á allt það ferskasta sem er í gangi í Hip-Hop tónlist hverju sinni. Einnig fá þeir Benni og Robbi til sín góða gesti í hverjum þætti.

Hér má sjá Gauta flytja lagið Strákarnir í beinni í Kronik: https://ske.is/grein/emmsje-gau…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing