Auglýsing

Sagði skilið við Hell’s Angels fyrir löngu og einbeitir sér að rappinu—Madchild: „Death Race“

Fréttir

Rapparann Madchild þekkja margir sem einn af meðlimum kanadísku hljómsveitarinnar Swollen Members. Hljómsveitin hóf störf árið 1992 og starfar enn (Swollen Members gáfu síðast út lagið Bank Job í mars í fyrra). 

Fyrir þá sem ekki þekkja til rapparans Madchild—sem heitir réttu nafni Shane Bunting og er fæddur árið 1975—þá á hann sér býsna skrautlega sögu; á árunum 2006 til 2011 var hann háður lyfinu Percocet og var hann einnig viðriðinn mótorhjólagengið Hell’s Angels í kjölfar vinsælda Swollen Members. Var þetta jafnframt ástæðan fyrir því að rapparinn var stöðvaður af landamæravörðum í Bandaríkjunum og meinað inngöngu í landið árið 2011. Málið var þó leyst árið 2013 og er rapparinn nú búsettur í Los Angeles. 

Í viðtali við Noisey fyrir nokkrum árum síðan viðurkenndi rapparinn að þetta hafi verið slæmur félagsskapur, eftir á að hyggja:

„Þeir (Hell’s Angels) hugsuðu vel um mig, allt gengið. Ég hef alls ekkert slæmt um þá að segja, þetta eru flottir strákar, en þetta var slæm ákvörðun fyrir mig persónulega—sem og fyrir hljómsveitina og plötufyrirtækið.“

– Madchild

Nánar: https://noisey.vice.com/en_au/…

Þessa dagana einbeitir rapparinn sér aðallega að tónlistinni. Síðastliðinn 25. janúar gaf Madchild út myndband við lagið Death Race (sjá hér að ofan). Lagið, sem verður að finna á plötunni Demons, sem kemur út næstkomandi 12. apríl, hefur fengið fínar viðtökur. 

Í texta sínum vísar hann jafnframt í fyrrnefnda fortíð:

Will he ever go back to the gangs? /
And start making videos with strippers
While he’s singing bang, bang /
Not in this lifetime, I guarantee that /
I was being stupid as f$#k, and now I see that /

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing