Auglýsing

„Sérhver limur stærri en minn eigin.“—Donnie Does heimsækir Reðursafnið

Fréttir

Síðastliðinn 27. júlí birti Youtube-rásin Barstool Sports ofangreint myndband þar sem Bandaríkjamaðurinn Donny Does (The Wonton Don) sækir Ísland heim. 

Ástæða heimsóknarinnar var sú að fyrrnefndur Donny sá sér leik á borði—annars vegar að bóka ódýrt flug með því að millilenda á Íslandi og hins vegar að nýta tímann á milli fluga til þess að kíkja ofan í Bláa lónið og í Reykjavík. Fyrri hluti áætlunarinnar gekk hins vegar ekki alveg eftir: „Mér tókst að sjá brot af nýju land en ekki að spara neinn pening … leigubíllinn í lónið kostaði 92 dollara, aðgangur í lónið kostaði 88 dollara og bjórinn í lóninu kostaði 15 dollara … Bláa lónið er þó yfirnáttúrulega fallegur staður.“

Einnig gaf Donny sér tíma til þess að kíkja í Reðursafnið á Laugavegi (ca. 3.00) en heimsóknin var afar auðmýkjandi að hans sögn:

„Heilt á litið var þetta mjög auðmýkjandi upplifun, svona í ljósi þess að sérhver limur á safninu var stærri en minn eigin—fyrir utan limur mongólsku stökkmúsarinnar.“

– Donny Does

Fyrir þá sem ekki þekkja til Donnie Does þá er hann hvað þekktastur fyrir myndbandsseríu sem hann skaut í Kína en þar starfaði hann meðal annars sem ruslamaður í Disney landi (sjá hér að neðan).

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing