Tónlistarmaðurinn Sin Fang var að gefa út nýtt lag undir nafninu Slim Fang, en það kallar hann sig þegar hann gerir raftónlist, eða bleep bloop bleep eins og hann lýsir því sjálfur á Bandcamp síðunni sinni. Nefnist lagið Rubberfire og hægt að er að hlusta á það, eða enn betra, kaupa það hér. Það er nefnilega svo sniðugt með Bandcamp að þar er hægt að kaupa tónlist fyrir hvaða upphæð sem maður treystir sér til að borga. Við hvetjum alla auðmenn þarna úti til að kaupa lagið á amk eina kúlu til að styðja þennan frábæra þúsundþjalasmið okkar.
just released a new song by my most unpopular project ever! https://t.co/Hp701T5pyL – on spotify in a few days. bandcamp is giving artists all the money today so there's a pay what you like option so you can pay a 1000 dollars for a song if you like. luv u.
— sin fang (@sinfanggg) March 20, 2020