Sumarið byrjar með hvelli hvað íslenskt Hip-Hop varðar; í gær sendi Alexander Jarl frá sér nýtt mixteip á Spotify og í dag frumsýnir SKE nýtt myndband frá Alviu.
Lagið ber titilinn Elegant Hoe og er pródúserað af Hermann Bridde. Myndvinnsla
var í höndum Árna Geirs og er myndbandið framleitt af GUMGUMCLAN. Elegant Hoe verður að finna á samnefndum „milkshake“ (annað orð yfir mixteip skv. Alviu) sem kemur út næstkomandi 17. maí:
„Hægt verður að ,download-a’ sjeiknum á www.gumgumclan.com og það verður massa teiti á Prikinu 17. maí þegar platan lítur dagsins ljós.“
– Alvia
Alvia Islandia hefur getið sér gott orðspor undanfarin misseri en hún gaf út plötuna Bubblegum Bitch í fyrrra sem hlaut Kraumsverðlaunin. Ásamt því að spila á Sónar og á AK Extreme gaf Alvia einnig út myndband við lagið Felis Lunar í janúar við góðar undirtektir.
Þess má einnig geta að Alvia kemur fram á sérstöku CYBER DJ setti á Prikinu á morgun (laugardaginn 22. apríl).
Hér fyrir neðan má sjá nokkur skjáskot úr myndbandinu ásamt myndbandi af Alviu að flytja lagið Ralph Lauren Polo í útvarpsþættinum Kronik.





Kronik: