Auglýsing

SKE mælir með Reply All

Reply All er þáttur um internetið. Eða þannig. Eins og má greina frá umsögnunum hér fyrir neðan þá snýst þátturinn meira um fallegar sögur (og oft á tíðum erfiðar). Þeir PJ Vogt og Alex Goldman stýra skútunni og fer nýr þáttur í loftið sérhvern miðvikudag. SKE mælir sérstaklega með þættinum Friendship Village (áður „the Time Traveler and the Hitman“). Þar er rætt við Robin Radcliff sem afplánar lífstíðardóm í Bandaríkjunum fyrir þær sakir að hafa ráðið leigumorðingja til þess að myrða eiginmann sinn. Hún óskar sér ekkert heitar en að ferðast aftur í tímann og breyta rétt.

„Frábær þáttur. Í raun uppáhalds þátturinn okkar hér á Radiolab þó svo að við segjum engum frá því … í raun er það ekkert leyndarmál samt.”

-Jad Abumrad, Radiolab

„Þrátt fyrir nafnið er Reply All ekki hlaðvarpsáttur um tæknina – þetta er þáttur þar sem fallegar og sérdeilis mannlegar sögur, kryddaðar með smá skírskotun í tæknina, fá að njóta sín.”

-Nick Quah, Vulture

„Einfaldlega besti þátturinn á netinu. Reply All er hugarfóstur tveggja snillinga, PJ Vogt og Alex Goldman.“

-Slate France

“Reply All gefur sig út fyrir að vera þáttur um internetið, en þeir sem hlusta reglulega vita að það er helber lygi.”

-The Atlantic

Nánar: https://gimletmedia.com/show/reply-all/

Einnig má nálgast þáttinn á iTunes.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing