Öldin önnur
Fyrir 100 árum síðan voru sleðaferðir íslenskra ungmenna einn sárasti fleinninn í holdi reykvískra lögregluþjóna.
Þetta kemur fram í grein sem ónefndur blaðamaður ritar í Morgunblaðið þann 3. janúar 1919. Yfirskrift greinarinnar er Sleðaferðir á götunum.
Eins og lesa má í greininni er höfundur á því að grípa þurfi til róttækra aðgerða: „Hitt væri betra, ef hægt væri að taka freistinguna frá börnunum …“
Áhugaverð lesning sem varpar ljósi á breytta tíma—því nú er öldin önnur.
Nánar: https://timarit.is/view_page_in…
Hér fyrir neðan syngur Skapti Ólafsson heitinn lagið Sleðaferð sem er að finna á plötunni Svöl jól.