Ofurfallegar myndir, púðar og vasar.
Danski hönnuðurinn Sofie Borsting hannar þessar fallegu myndir. Hægt er að fá plaköt sem seld eru í takmörkuðu upplagi, númeruð og undirrituð eða plaköt í ótakmörkuðu upplagi. Einnig er hún með fallega púða sem prentað er stafrænt á, á ítalska gæða bómull og keramik vasa með sömu mynstrum.