Fréttir
Bandaríski rapparinn Mac Miller lést langt fyrir aldur fram í byrjun september á þessu ári—aðeins 26 ára gamall.
Stuttu áður en hann andaðist leit hann við í hljóðver Spotify í New York og hljóðritaði ábreiðu af laginu Nothing from Nothing eftir Billy Preston. Upptakan rataði inn á Spotify í dag (sjá hér að neðan).
Nánar: https://www.rollingstone.com/m…
Nothing from Nothing er að finna á plötunni The Kids & Me sem Billy Preston gaf út árið 1974. Lagið klifraði í 1. sæti Billboard listans (Hot 100) í október 1974 og varð þar með annað lag Preston sem náði slíkum vinsældum (Lagið Will It Go Round in Circles náði sambærilegum árangri árið 1973).
Ásamt fyrrnefndri ábreiðu gaf Spotify einnig út lagið Dunno sem Mac Miller hljóðritaði sömuleiðis í hljóðveri Spotify á sama tíma (sjá hér að neðan).
Lagið Dunno er að finna á plötunni Swimming sem Mac Miller gaf út í ár.
Hér fyrir neðan geta áhugasamir horft á heimsókn Mac Miller í hljóðverið Tiny Desk á vegum bandaríska ríkisútvarpsins, NPR.