Auglýsing

Stefán Karl fer VIRAL

Samkvæmt heimasíðunni wetheunicorns.com þá er aðeins eitt meme sem stendur upp úr sem sigurvegari árið 2016 og það er nýjasta „trend-ið“ meðal Youtube notenda að endurklippa (re-edit) lagið We Are Number One úr sjónvarpsþáttaröðinni Lazy Town (Latibær). 

Eftir að fyrrnefnt „Meme“ fór á flug hefur upprunalega lagið með Stefáni Karli verið skoðað tæplega fimm milljón sinnum (öll myndböndin eiga það sameiginlegt að þau skarta Stefáni Karli sem vonda karlinum Robbie Rotten úr Lazy Town er hann kennir hópi klóna hvernig eigi að bera sig að sem illmenni). Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi:

Það besta við þessa viðleitni Youtube notenda að klippa saman ný myndbönd af Stefáni Karli að syngja We Are Number One, að mati We the Unicorns, er eflaust það að peningurinn sem safnast saman í gegnum áhorf á Youtube rennur til styrktar Stefáni Karli sjálfum, en hann greindist með illkynja krabbamein í brishöfði í september. Sérstök GoFundMe síða hefur verið stofnuð til styrktar íslenska leikaranum: https://www.gofundme.com/2tm9t…

Í morgun klifraði svo neðangreint myndband, þar sem Stefán Karl flytur lagið We Are Number One ásamt meðleikurum sínum í Latabæ, upp vinsældalista Reddit; þegar er búið að horfa á myndbandið 13.000 sinnum (um þann mund sem þessi frétt er rituð). 

Einn notandi Reddit heldur því fram að Stefán Karl sé nú kominn í guðatölu meðal þekktra „Meme-a“ og líkir honum við górilluna Harambe. 

Nánar: https://www.wetheunicorns.com/n…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing