Auglýsing

Stóra klukkubreytingarmálið—vinsælt Youtube-myndband „frá Íslandi“ skýtur upp kolli

Um miðjan mars 2009 gengu íbúar Vestur-Ástralíu til kosninga. Deiluefnið var fyrirhuguð breyting á klukkunni—hvort taka ætti upp vetrar- og sumartíma.

Í aðdraganda kosningarinnar hafði Ástralinn Dave samband við frænda sinn Oskaar „á Íslandi“ og forvitnaðist um viðbrögð hans. Oskaar svaraði fyrirspurn frænda síns með ofangreindu myndbandi, sem naut síðar mikilla vinsælda á Youtube (og þá aðallega í kjölfar umfjöllunar á vefsíðunni Reddit árið 2014).

Nánar: https://www.visir.is/g/20141411…

Í ljósi þess að hátt í 300 manns hafa skilað inn umsögnum til forsætisráðuneytisins varðandi hérlenda klukkubreytingu er fyrrnefnt myndband ágætlega vel við hæfi.

Það má kannski segja að „hinn íslenski“ Oskaar (sem er í raun Ástrali sem fluttist hingað til lands á sínum tíma) bendi óafvitandi á kaldhæðnina sem felst í því að ætla bæta andlega heilsu Íslendinga á veturna—þegar landsmenn njóta aðeins fjögurra til fimm tíma birtu (þó svo að Oskaar virðist tala fyrir breytingunni).

Líkt og einn Íslendingurinn orðaði það í athugasemdakerfi Vísis í gær:

„Það er aðeins nærri jafndægrum vor og haust sem birtufræðin skipta máli. Mestallt árið er ýmist bjart eða dimmt meirihluta sólarhrings og birtufræðin þá óvirk.“ (Auðvitað er þetta ákveðin einföldun og aðeins ein hlið málsins.)

Nánar: https://www.visir.is/g/20191901…

Að lokum má þess geta að íbúar Vestur-Ástralíu felldu fyrrnefnda tillögu árið 2009. U.þ.b. 55% Vestur-Ástrala kusu gegn því að breyta klukkunni.

Nánar: https://en.wikipedia.org/wiki/…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing